Frábær gönguferð í gærkvöldi
toti7.123.is/# | Rebel | 27.06.2010 | 14:56 | Robert | Lestrar 801 | Athugasemdir ( )
Í gærkvöldi skelltum við okkur hjónakornin í frábæra gönguferð með
Ferðafélagi Siglufjarðar ásamt stórum og góðum hópi af hressu fólki, en
rúmlega 40 manns voru í hópnum. Lagt var af stað uppúr kl. 9 á rútum
frá Torginu, keyrt inn í Mánárdal og lagt af stað eftir hinni svokölluðu
Dalaleið, sem maður hefur nú gengið nokkrum sinnum.Veðrið var alveg magnað; logn, sólskin og hiti enda hitnaði mörgum
fljótt á göngunni. Þegar komið var upp úr Mánárdalnum var stefnan tekin
á Hvanneyrarskálina og síðan gengið á brúnunum fyrir botn hennar áður
en haldið var niður á leið. Ferðin endaði síðan á pallinum hjá
fararstjóranum Gesti Hanssyni og Huldu þar sem okkar beið dýrindis
kjötsúpa. Þar var spjallað og hlegið í dágóðan tíma og ekki komið heim
fyrir en um 4 í nótt. Gangan sjálf tók um 4 og hálfan tíma enda farið
hægt yfir eins og lagt var upp með. Þetta er fyrsta alvöru fjallaferðin
okkar hjónanna saman en nú hefur verið ákveðið að gera meira af þessu,
enda frábært fyrir líkama og sál. Stofnað hefur verið nýtt myndaalbúm
með nokkrum myndum úr ferðinni og þar verða settar inn myndir úr
tilvonandi ferðum og þeim sem ég hef farið áður. Albúmið fékk að
sjálfsögðu nafn eftir einu lagi Bítlanna og þá var nærtækast að nefna
það The Fool on the Hill.
Athugasemdir