Framboð
Ég ákvað að gerast blankur námsmaður en vera ekki í fullri vinnu með og klára námið hratt og örugglega svo í stað þess að útskrifast haustið 2010 eins og upphafleg áætlun skólans hljómaðiþá útskrifast ég nú í vor. Þessi breyting hefur verið frábær, námið hefur nýst mér vel. Því langar mig að halda áfram á þeirri braut. Nokkrir hafa rætt við mig um að endurskoða fyrri ákvörðun, ég hef gert það og komist að nákvæmlega sömu niðurstöðu. Ég veit hvað prófkjör og kosningar eru fyrir þann sem situr í átakasæti. Ég hef tvisvar sest á þing á síðasta kjörtímabili og séð hvernig unnið var. Þetta freistar mín ekki, það gerir ljósmyndunin hinsvegar.
Þó svo að ég viti að framtíðarmöguleikar heimildaljósmyndara séu e.t.v. ekki bjartir þá nýt ég þess að vera úti í íslenskri náttúru, hvaða veðri sem hún býður mér uppá, finna sjónarhorn, vinna úr þeim og gera úr því heildstæða mynd. Ef einhvern langar að líta á verkin mín þá eru þau hér í myndaalbúminu mínu
Athugasemdir