Framboð

Framboð Nú þarf að hafa hraðar hendur með að finna frambjóðendur og ekki síst finna út hverjir hafa áhuga á að bjóða sig fram og hverja

Fréttir

Framboð

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir
Nú þarf að hafa hraðar hendur með að finna frambjóðendur og ekki síst finna út hverjir hafa áhuga á að bjóða sig fram og hverja Samfylkingin telur góða kandídata. Ég gerði upp strax á fyrsta fundi eftir síðustu kosningar og sagði frá því á fundi hér á Akureyri að ég ætlaði ekki að bjóða mig fram aftur. Í aðdraganda síðustu kosninga var ég búin að ákveða að breyta um viðfangsefni búin að vinna við tölvur með einum eða öðrum hætti í nær 30 ár. Því langaði mig að spreyta mig á þingstörfum og bauð mig fram en mitt B plan var að fara í meistaranám (MFA) í heimildaljósmyndun í Academy of Art University í San Francisco. Ég hóf námið strax í júní eftir kosningar og nýt námsins til hins ítrasta.

Ég ákvað að gerast blankur námsmaður en vera ekki í fullri vinnu með og klára námið hratt og örugglega svo í stað þess að útskrifast haustið 2010 eins og upphafleg áætlun skólans hljómaðiþá útskrifast ég nú í vor. Þessi breyting hefur verið frábær, námið hefur nýst mér vel. Því langar mig að halda áfram á þeirri braut. Nokkrir hafa rætt við mig um að endurskoða fyrri ákvörðun, ég hef gert það og komist að nákvæmlega sömu niðurstöðu. Ég veit hvað prófkjör og kosningar eru fyrir þann sem situr í átakasæti. Ég hef tvisvar sest á þing á síðasta kjörtímabili og séð hvernig unnið var. Þetta freistar mín ekki, það gerir ljósmyndunin hinsvegar.

Þó svo að ég viti að framtíðarmöguleikar heimildaljósmyndara séu e.t.v. ekki bjartir þá nýt ég þess að vera úti í íslenskri náttúru, hvaða veðri sem hún býður mér uppá, finna sjónarhorn, vinna úr þeim og gera úr því heildstæða mynd. Ef einhvern langar að líta á verkin mín þá eru þau hér í myndaalbúminu mínu


Athugasemdir

10.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst