Framhaldsskólinn verður ekki sleginn af !

Framhaldsskólinn verður ekki sleginn af ! Fréttir síðustu viku um frestun á undirskrift stofnunar framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð voru íbúum

Fréttir

Framhaldsskólinn verður ekki sleginn af !

Birkir Jón Jónsson
Birkir Jón Jónsson
Fréttir síðustu viku um frestun á undirskrift stofnunar framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð voru íbúum þar gríðarlegt áfall. Áralöng barátta íbúa við utanverðan Eyjafjörð fyrir stofnun skólans er að baki þegar minnst var á frestun hugðu margir sem svo að nú væri búið að slá stofnun skólans alveg út af borðinu. Sjálfur lét ég þung orð falla í umræðunni enda mjög óskynsamlegt í ljósi allra aðstæðna að bregðast við með þessum hætti.

Síðastliðinn miðvikudag áttum við forsvarsmenn Fjallabyggðar ásamt bæjarstjóra Dalvíkur, Svanfríði Jónasdóttur, góðan og hreinskiptinn fund með menntamálaráðherra vegna þessa máls.Til að gera langa sögu stutta þá var niðurstaða fundarins að í framhaldinu yrði skipuð skólanefnd og bygginganefnd um skólann. Jafnframt var samþykkt að allra leiða yrði leitað til að kennsla geti hafist við skólann haustið 2009. Allir stóðu upp af þessum fundi staðráðnir í því að klára hafið verk.Samstarf Fjallabyggðar og Dalvíkinga í þessu mikilvæga máli hefur skipt sköpum og vil ég láta þess getið að ég met það svo að stuðningur Svanfríðar Jónasdóttur og þeirra Dalvíkinga hefur skipt miklu máli til að þoka málum áleiðis á síðustu dögum. Þetta sýnir okkur fram á hvað samtakamátturinn og samvinnan skipta miklu máli því með þessum hætti er hægt að vinna að stórum málum og ná árangri. Ég hef reyndar lengi haft trú á því að samstarf þessara sveitarfélaga á fleiri sviðum yrði byggðarlögunum og fólkinu til farsældar.Ég er sannfærður um að við munum sjá metnaðarfullt skólastarf á framhaldsskólastigi við utanverðan Eyjafjörð í framtíðinni. Hér er um stærsta hagsmunamál byggðanna að ræða og ég er ekki í vafa að nemendur og kennarar muni flykkjast í nýjan skóla sem verður með meginstarfsemi og höfuðstöðvar sínar í Ólafsfirði.


Athugasemdir

10.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst