Fréttir af sjónum
hjaltigunnars.123.is/ | Rebel | 21.05.2009 | 02:51 | Robert | Lestrar 274 | Athugasemdir ( )
Þá er farið að styttast vel í þessu hjá okkur strákunum á Þerney, erum
komnir á reykjaneshrygginn í góðri trú um mikla karfaveiði. Áður enn
við fórum í úthafið var komið við í Vestmannaeyjum í nokkra klukkutíma
til að taka eldsneyti, fínt að koma aðeins til eyja ég hafði aldrei
komið þangað og hafði því gaman af þeirri stuttu viðkomu.Lífið um borð gengur sinn vanagang og allir eru hressir að vanda enda
ekki ástæða til annars, sumarið verður komið þegar við mætum á landið
góða og við tekur langt frí aftur hjá mér þar sem skipið fer í slipp og
ég fer ekki aftur fyrr en í ágúst. Þá er bara spurningin hvernig maður
eyðir 10vikna sumarfríinu sínu, eitt sem víst er að því verður vel
varið með skvísunum mínu hérlendis eða kannski bara erlendis það væri
sennilega best að fara bara eitthvað erlendis svo maður blotni ekki í
fæturnar á þessu sökkvandi skeri sem við köllum Ísland og það sekkur
hraðar enn nokkur mann grunar.
Athugasemdir