Fundað vegna menningarmála

Fundað vegna menningarmála Að undanförnu hefur menningarnefnd Fjallabyggðar, þar sem ég gegni formennsku, komið saman til að ræða og afgreiða

Fréttir

Fundað vegna menningarmála

Þórarinn Hannesson
Þórarinn Hannesson
Að undanförnu hefur menningarnefnd Fjallabyggðar, þar sem ég gegni formennsku, komið saman til að ræða og afgreiða styrkveitingar til menningarmála.  Við erfitt verkefni var að fást þar sem niðurskurður var á fjármagni til þess málflokks sem flestra annarra í því erfiða árferði sem við göngum nú í gegnum, aðeins barna- og unglingastarf er óskert frá fyrra ári. Því var ekki hægt að koma til móts við óskir og þarfir umsækjenda nema að hluta en reynt var að koma til móts við alla að svo miklu leyti sem fjármagn leyfði.  Stórir liðir s.s. Síldarævintýri og 17. júní voru skornir verulega niður og þeir sem njóta styrkja frá hinu opinbera fengu einnig hlutfallslega minna nú en áður.  Með þessu er reynt að sjá til þess að sem flestir/vonandi allir geti haldið áfram því góða starfi sem hér fer fram á menningarsviðinu þó alltaf þurfi að sjálfsögðu að sníða sér stakk eftir vexti.

Athugasemdir

10.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst