Fyrsti körfuboltaleikurinn í 5 ár
toti7.123.is/ | Rebel | 21.02.2009 | 05:00 | Robert | Lestrar 267 | Athugasemdir ( )
Í kvöld tók ég þátt í skemmtilegum körfuboltaleik í íþróttahúsinu hér á
Sigló. Það voru starfsmenn verktakafyrirtækisins Háfells, sem vinna
við gerð Héðinsfjarðarganga, sem skoruðu heimamenn á hólm á
körfuboltavellinum. En þeir hafa leikið körfubolta einu sinni í viku
eða svo að undanförnu. Það var skrapað saman í lið heimamanna sem
taldi sjö manns og fór það með öruggan sigur af hólmi.Kjarninn í liðinu voru þrír leikmenn frá gullaldarliði Glóa,
undirritaður, Raggi Hauks og Danni Pétur en svo höfðum við mjög svo
öfluga og stæðilega leikmenn með okkur: Sigga hjúkk, Tomma Óskars,
Rúnar Óla og Mark Duffield, já, engir smá kallar. Sáust ýmis
skemmtileg tilþrif og allir skemmtu sér mjög vel. Aldrei að vita nema
þetta verði endurtekið.
Athugasemdir