Gleðilegt ár!

Gleðilegt ár! Nú er nýtt fiskveiðiár gengið í garð. Gamla árið var að mörgu leiti ágætt fyrir sjávarútveginn þó vissulega hafi kreppan sett sitt mark á

Fréttir

Gleðilegt ár!

Björn Valur Gíslaso
Björn Valur Gíslaso
Nú er nýtt fiskveiðiár gengið í garð. Gamla árið var að mörgu leiti ágætt fyrir sjávarútveginn þó vissulega hafi kreppan sett sitt mark á þá atvinnugrein eins og aðrar. Mörg undanfarin ár hefur krónunni verið haldið of sterkri gagnvart erlendum gjaldmiðlum sem að stórum hluta má rekja til rangrar atvinnu- og efnahagsstefnu ríkisstjórnar sjálfstæðisflokksins til margra ára. Of fáar krónur komu því í hlut þeirra sem veiddu og fluttu út fisk og sjávarútvegurinn varð í hugum margra hliðaratvinnugrein sem skipti ekki öllu máli samanborið við fjármálavafstrið sem hafði tekið við.picture
Þegar á reyndi kom hinsvegar í ljós að enn var sjávarútvegurinn sú atvinnugrein sem skiptir okkur hvað mestu máli á meðan annað skolaðist niður svelginn eins og hver önnur froða. Nú beinast allra sjónir að sjávarútveginum og enn á ný bindum við vonir við að hann muni draga okkur að landi þegar illa árar.
Síðasta ár var hinsvegar ekki að öllu áfallalaust í sjávarútveginum. Loðnan brást að stórum hluta og sýking kom upp í síldinni sem leiddi til mikils tekjutaps fyrir sjárvarútveginn og þjóðarbúið í heild sinni. Makríll veiddist hinsvegar í meira mæli en áður sem bætti að hluta til upp skaðann. Við hefðum þó átt að gera miklu betur varðandi markílveiðarnar en gert var með því að nýta hann í meira mæli til manneldis í stað þess að bræða stórann hluta aflans. Það má ekki koma fyrir aftur.
Á síðasta ári hófust strandveiðar á smábátum við landið sem þóttu takast fram vonum og almenn ánægja hefur verið með. Ljóst er að framhald verður á þeim veiðum á nýja árinu og reynt að sníða þær betur að þörfum þeirra sem stunda þessar veiðar. Margt fleira má nefna á þessum tímamótum en heilt yfir var síðasta fiskveiðiár ágætt að flestu leiti og útlit fyrir að það nýja verði ekki síðra þó vissulega séu blikur á lofti víða. Það hefur svo sem oft verið þannig í gegnum árin.

Athugasemdir

09.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst