Mogginn endurreistur

Mogginn endurreistur   Alla fimmtudaga fram að jólum verður Morgunblaðinu dreift frítt í heimahús á höfuðborgarsvæðinu.Mér finnst það vel til fundið hjá

Fréttir

Mogginn endurreistur

Marta B Helgadóttir
Marta B Helgadóttir
 

Alla fimmtudaga fram að jólum verður Morgunblaðinu dreift frítt í heimahús á höfuðborgarsvæðinu.Mér finnst það vel til fundið hjá Moggafólki að minna á sig með þessum hætti. Fjallað er um rekstarvanda blaðsins í fjölmiðlum um þessar mundir en það væri mikill sjónarsviptir af Mogganum ef ekki tekst að koma rekstrinum á kjöl. Manni verður hugsað til ýmsra annarra dagblaða frá uppeldisárunum sem eru horfin af vettvangi, s s Alþýðublaðið, Tíminn, Þjóðviljinn, Vísir og Dagblaðið. Þau fyrstnefndu voru flokksblöð svokölluð, þau höfðu beina skírskotun til kjósenda þeirra stjórnmálaflokka sem styrktu eða stóðu að rekstri viðkomandi blaðs.

 

Þeir sem báru út blöð í hús þekkja það vel - að óhugsandi var að sá sem keypti áskrift að Tímanum myndi líka kaupa áskrift að Þjóðviljanum o s frv. Fólk hélt sig við sína flokkslínu í þessu og mörgu öðru. Menn keyptu sér jafnvel ekki bíl hjá hvaða bílaumboði sem var þó um ágætisbíla væri að ræða, ef ekki voru "réttar" flokkspólitískar skoðanir þar við stjórn reksturins. Margt hefur breyst til hins betra að þessu leyti í okkar samfélagi og við líklega orðin veraldarvanari sem samfélag, enda flestur sá rekstur sem byggði á fáu öðru en flokkspólitískri tryggð  - fyrir löngu kominn á hausinn. Morgunblaðið var á árum áður flokksblað Sjálfstæðismanna. Undanfarin ár hefur Mogginn horfið frá hinu flokkspólitíska harðlínu spori og höfðað meira til hins almenna lesanda. Líklega er það ástæðan fyrir því að blaðið hefur lifað af í samkeppninni a m k enn sem komið er.


Athugasemdir

10.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst