Góð frétt að norðan
bjoval.hexia.net/faces/blog/list.do?face=bjoval | Rebel | 21.02.2009 | 05:03 | Robert | Lestrar 322 | Athugasemdir ( )
Í
gær bárust fréttir af því að rækjuvinnsla myndi hefjast aftur hjá
Rammanum á Siglufirði. Þetta eru góðar fréttir, reyndar þær bestu sem
hafa heyrst um langan tíma. Á meðan fréttatímar eru fullir af fréttum
um gjaldþrot, atvinnuleysi og aðrar hörmungar í atvinnulífi landsins,
kemur loksins ein góð frétt að norðan.Það
er afar mikilvægt fyrir samfélagið hér fyrir norðan þegar til verða
10-12 störf sem vonandi munu verða fleiri í framtíðinni ef vel tekst
til. Ramminn var stór í rækjuvinnslu og veiðum þegar sem mest var um að
vera og þraukaði reyndar legur en flestir aðrir þegar halla tók undan
fæti. Í fyrirtækinu og samfélaginu öllu er þegar til staðar þekking og
færni á þessum sviði sem nú kemur að góðum notum við það sem vonandi er
upphafið að endurreisn rækjuvinnslunnar á Siglufirði. Sannarlega góð
frétt á erfiðum tímum.
Athugasemdir