Góð karfaveiði á Reykjaneshrygg

Góð karfaveiði á Reykjaneshrygg Þrátt fyrir að veiði á úthafskarfa á Reykjaneshrygg hafi byrjað seint og illa hefur veiðin þar verið mjög

Fréttir

Góð karfaveiði á Reykjaneshrygg

Björn Valur Gíslason
Björn Valur Gíslason

Þrátt fyrir að veiði á úthafskarfa á Reykjaneshrygg hafi byrjað seint og illa hefur veiðin þar verið mjög góð frá því að karfinn loksins fannst. Úthafskarfafloti Íslendinga er reyndar hvorki stór né fullkominn, aðeins ellefu íslensk skip stunda veiðarnar að þessu sinni, flest þeirra í hópi elstu skipa flotans. En þau fiska vel þegar á þau reynir eins og gert hefur síðustu dagana.
/gott-hol_1243696749695
Flotinn er nú að veiðum um 170 sjómílum SV frá Reykjanesi og þokast norðar með hverjum deginum sem líður. Fréttir eru einnig af góðri veiði erlendra skipa við 200 sjómílna lögsöguna að undanförnu. Myndin hér að ofan er af ágætu holi sem strákarnir á Kleifaberginu innbyrtu í morgun og mun væntanlega duga þeim í vinnslunni út daginn, ef ekki lengur.

Athugasemdir

10.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst