Góð og gild rök fyrir launahækkun seðlabankastjóra
bjoval.hexia.net/faces/blog/list.do?face=bjoval | Rebel | 05.05.2010 | 02:33 | Robert | Lestrar 255 | Athugasemdir ( )
Rök Láru V. Júlíusdóttur formanns stjórnar Seðlabanka Íslands fyrir launahækkun seðlabankastjóra eru mér mjög að skapi. Formaðurinn segir bankastjórann hafa komið til starfa úr miklu betur launaðir stöðu annarsstaðar frá og því verði að bæta honum skaðann sem hann varð fyrir sökum þess að hann var ráðinn seðlabankastjóri, sem hann reyndar sóttist eftir sjálfur.
Nú ætla ég að draga fram launaseðla mína frá fyrra starfi, raða þeim upp í rétta tímaröð, leggja saman stóru tölurnar og ráða lögfræðinginn Láru V. Júlíusdóttur til að lesa mínum nýja launagreiðanda pistilinn fyrir mína hönd. Ef það er skoðun formanns stjórnar seðlabanka Íslands að seðlabankastjóri skuli fá hærri laun vegna sinna fyrri starfa, þá ætti að vera auðvelt fyrir lögmanninn Láru að sannfæra mína menn um að samræma kjör mín við það sem ég áður hafði.
Það er bjart framundan hjá áttunda þingmanni NA-kjördæmis.
Áfram Ísland!
Nú ætla ég að draga fram launaseðla mína frá fyrra starfi, raða þeim upp í rétta tímaröð, leggja saman stóru tölurnar og ráða lögfræðinginn Láru V. Júlíusdóttur til að lesa mínum nýja launagreiðanda pistilinn fyrir mína hönd. Ef það er skoðun formanns stjórnar seðlabanka Íslands að seðlabankastjóri skuli fá hærri laun vegna sinna fyrri starfa, þá ætti að vera auðvelt fyrir lögmanninn Láru að sannfæra mína menn um að samræma kjör mín við það sem ég áður hafði.
Það er bjart framundan hjá áttunda þingmanni NA-kjördæmis.
Áfram Ísland!
Athugasemdir