Gosmistur líkast til algengt næstu vikurnar
esv.blog.is/blog/esv/#entry-982879 | Rebel | 25.04.2010 | 02:00 | Robert | Lestrar 225 | Athugasemdir ( )
Gosmistur má kalla það nú þegar laus efni, bæði askan sem fallið
hefur til jarðar sem og aurinn sem situr nú eftir við neðanverðan
farveg Markarfljóts. Eins og meðfylgjandi tunglmynd úr smiðju
Ingibjargar Jónsdóttur frá því í dag (24. apríl) ber með sér sést
strókur sem leggur til vesturs skammt úti af Suðurströndinni.
Í dag var strekkings A-átt á þessum slóðum og loft afar þurrt. Við þær aðstæður fjúka fínefnin auðveldlega frá gossvæðunum. Minnst af þessu er aska komið beinustu leið úr gígnum nú eftir að gosið hefur tekið breytingum. En fjúkandi gosmistrið er litlu skárra í umhverfi sínu. Helst að það verði friður fyrir þessu í vætutíð og vonandi fáum við sem flesta rigningardaga á næstunni og mikil má hún jafnframt verða sem nær að skola þessum ófögnuði sem mest í burtu og til sjávar.
Athugasemdir