Gott bú á Bifröst

Gott bú á Bifröst Háskólinn á Bifröst hefur verið mjög vel rekinn í tíð Ágústs Einarssonar rektors. Þrátt fyrir harðnandi rekstarskilyrði skilar hann

Fréttir

Gott bú á Bifröst

Marta B Helgadóttir
Marta B Helgadóttir
Háskólinn á Bifröst hefur verið mjög vel rekinn í tíð Ágústs Einarssonar rektors. Þrátt fyrir harðnandi rekstarskilyrði skilar hann góðu búi þegar hann hættir sem rektor skólans 1.júní.

Meðfylgjandi frétt fjallar um álit örfárra prófessora við ríkisháskóla. Þar leggja þeir fram sparnaðartillögur ...til rektors þess skóla þar sem þeir sjálfir starfa. Viðkomandi prófessorar eru sem sagt að lýsa skoðun sinni. Engin fagleg úttekt er lögð fram máli þeirra til stuðnings.  Á þessu stigi er þetta viðlíka innanhússmál eins og ef börnin manns leggðu fram tillögur um að nammidögum yrði fjölgað úr 1x í viku í 3x í viku. Þeim fyndist svo ágætt að hafa það þannig!

Ég minnist þess að álitamál þótti á sínum tíma hvort sameining Borgarspítala og Landsspíatala við Hringbraut hefði nokkurn tímann skilað þjóðarbúinu þeim sparnaði sem til stóð. Almenningur stendur algjörlega í myrkri í því efni enn í dag, fær ekkert að vita en borgar samt fyrir æfingarnar með sköttunum sínum hvor sem þær "heppnuðust" eða ekki. 

Í tíð núverandi  "allt uppá borðinu" stjórnvalda væri við hæfi að leggja fram STAÐREYNDIR og sýna fram á það að ótvírætt sé þjóðhagslega hagkvæmt að sameina skóla.  

Sömuleiðis hlýtur að vera sjálfsagt að sýna fram á með faglegri kostnaðarúttekt  - HVAÐA skólar það eru sem helst þarf að leggja niður.  


mbl.is Ekki hægt að réttlæta kennslu í sömu greinum í mörgum skólum

Athugasemdir

08.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst