Grímuklćdd ?

Grímuklćdd ? Ţađ er óhugnanlegt ađ sjá fólk á myndbandinu hylja andlit sín grímum og hrópa ógnandi. Viđ erum ekki vön grímuklćddu fólki nema úr ránum eđa

Fréttir

Grímuklćdd ?

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir
Það er óhugnanlegt að sjá fólk á myndbandinu hylja andlit sín grímum og hrópa ógnandi. Við erum ekki vön grímuklæddu fólki nema úr ránum eða öðrum afbrotum enda virtist mér þetta varla mótmæli í lýðræðislegu samfélagi heldur ógn við Alþingi og lýðræðislega kjörið fólk sem þar situr. Ég verð að viðurkenna að ég hefði frekar viljað fá fréttir af umræðum um Icesafe málið sem Sif var að reyna að hefja enda meiri þörf á því og öllu lýðræðislegra. Nú hafa menn séð skipt um stjórn Reykjavíkurborgar nokkrum sinnum þetta kjörtímabil og ef til vill eigum við eftir að sjá slík skipti á Alþingi. Ég verð þó að viðurkenna að ég vildi frekar sjá stjórnendur landsins takast á við verkefnin eins og staðan er. En það er ekkert óeðlilegt að kjósa um leið og menn geta sett fram markmið að lausnum sem hægt væri að kjósa um. Við erum ekki komin þangað ennþá.

Athugasemdir

10.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst