Hægri og vinstri - línan dregin
http://bjoval.hexia.net | Rebel | 13.12.2008 | 02:28 | Robert | Lestrar 213 | Athugasemdir ( )
Ríkisstjórnin hefur nú kynnt sameiginlegt
fjárlagafrumvarp sitt og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Þar er fátt sem kemur á óvart og handverk gjaldeyrissjóðsins
auðþekkt og hlýtur að gleðja margan hægrimanninn eins og glögglega mátti sjá og heyra á Kristjáni Þór
Júlíussyni í Kastljósinu í kvöld. Áherslan er á að allir beri þær byrðar sem auðmenn Íslands með dyggum
stuðningi sjálfstæðisflokksins hafa lagt á herðar landsmanna. Þegar stjórnmálamenn eins og Kristján Þór tala um að
nú séum við öll á sama báti, þá meina þeir að við hin eigum að fara að róa. Það er þyngra en
tárum taki að ríkisstjórnin ætli okkar minnstu bræðrum að axla sömu og oft ekki minni byrgðar en þeir sem sterkari eru og betur
búnir til að bera þann þunga.
Fjárlagafrumvarpið er eins og snýtt út
úr nösum frjálshyggjunnar þar sem þeim sem betur mega sín er enn og aftur hlíft við að taka á sig aukabyrgðar umfram aðra.
Steingrímur J. Sigfússon útskýrði þetta afar vel í Kastljósinu í kvöld og það var fátt um svör hjá
varaformanni fjárlaganefndar og fyrrverandi bæjarstjóra Akureyrar. Sá hinn sami skyldi við Akureyri í fjárhagslegum sárum þegar hann
vék úr bæjarstjórastólnum og þáði fyrir það að launum margar milljónir í biðlaun. Framundan eru gífurleg
pólitísk átök á Íslandi þar sem tekist verður á um grundavallaratriði í stjórnmálum og hvernig við viljum byggja
nýtt Ísland úr rústum þess gamla sem frjálshyggjan rústaði. Það verða átök um vinstri og hægri og línan er
orðin hvellskýr þar á milli.
Athugasemdir