Endurbætt heimasíða
http://bjoval.hexia.net/faces/blog/ | Rebel | 10.11.2008 | 16:59 | Robert | Lestrar 266 | Athugasemdir ( )
Nú er búið að endurbæta hina
vinsælu heimasíðu www.sksiglo.is sem margir kannast við. Það var Steingrímur Kristinsson allsherjar grúskari sem setti þessa síðu
á flot fyrir margt löngu og hefur hann gert hana að einni af vinsælustu heimasíðum hér norðanlands. Það eru ekki síst myndirnar sem hafa
laðað fólk að til að skoða síðuna en ljósmyndasafn Steingríms sem er grunnurinn í „Ljósmyndasafni Siglufjarðar“ sem
telur nú um 400.000 ljósmyndir. Þar af eru um 50.000 ljósmyndir sem Steingrímur er búinn að skanna inn og verða á næstu vikum
aðgengilegar á síðunni. .
Nú hefur verið stofnað einkahlutafélag um rekstur heimasíðunnar í samstarfi við Rauðku ehf á Siglufirði og er tilgangur félagsins að halda utan um ljósmyndasafnið, flytja fréttir úr Fjallabyggð og koma upplýsingum um atburði á framfæri, eins og Róbert Guðfinnsson skrifar um á síðunni. Það er ekki nokkur vafi á því í mínum huga að þessi vinsæla og skemmtilega síða mun áfram standa undir nafni og því sem henni er ætlað að gera hér eftir sem hingað til
Nú hefur verið stofnað einkahlutafélag um rekstur heimasíðunnar í samstarfi við Rauðku ehf á Siglufirði og er tilgangur félagsins að halda utan um ljósmyndasafnið, flytja fréttir úr Fjallabyggð og koma upplýsingum um atburði á framfæri, eins og Róbert Guðfinnsson skrifar um á síðunni. Það er ekki nokkur vafi á því í mínum huga að þessi vinsæla og skemmtilega síða mun áfram standa undir nafni og því sem henni er ætlað að gera hér eftir sem hingað til
Athugasemdir