Hámörkun heimskunnar

Hámörkun heimskunnar Ýmsir dökkir bakkar eru við sjóndeildarhring. Japan býr sig undir erfiðleika, Spánn,Portúgal og Grikkland eru vandamál

Fréttir

Hámörkun heimskunnar

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson
Ýmsir dökkir bakkar eru við sjóndeildarhring. Japan býr sig undir erfiðleika, Spánn,Portúgal og Grikkland eru vandamál Evrópusambandsins og evrunnar, Bandaríkjamenn draga úr neyslu sinni. Allt er þetta ískyggilegt og er betra að fara með gát.Samt eru enn til hér kratar sem tala um að taka upp evru sem allra fyrst

Á sama tíma keyrir ríkisstjórnin ótrauð áfram umsóknina um aðild að Evrópusambandinu með daglegum herkostnaði uppá  tíu til tuttugumilljónir. Og kannanir sýna að meirihluti þjóðarinnar vill stöðva viðræðurnar þegar í stað. Hernaðurinn gegn heimilunum á hefjast með haustinu þegar fógetarnir fara á fullt með að bjóða upp húseignirnar. Við þessar aðstæður dundar ríkisstjórnin sér við finna leiðir til þess að koma hausnum á okkur í Icesave snöruna, fara í eiturhernað gegn lúpínunni og halda uppi atvinnu fyrir hundrað Kínverja við að smíða Hörpu sem ekki verður hægt að opna vegna fjárskorts.

Allt er stopp í álversframkvæmdum Helguvík, allt dottið uppfyrir með Bakka, engar virkjunarframkvæmdir, engin útboð í vegagerð, 3000 manns flúnir land síðan á áramótum til viðbótar 4000 sem fóru í fyrra, 17000 atvinnulausir, margir  við að það að missa bæturnar frá ríkinu vegna langvarandi atvinnuleysis og falla þá á gjaldþrota sveitarfélög sín til framfærslu. Á meðan leikur  Steingrímur á skattafiðluna sem er farið að urga í vegna strengirnir bara slakna við meiri strekkingar. Það eina jákvæða við þessa ríkisstjórn er að hún nýtur velvilja verkalýðsforystunnar sem sættir sig hvað sem er vegna umbjóðenda sinna bara ef íhaldið er hvergi nærri og Baugsmiðlanna sem eru henni Haganlega skuldbundnir.

Með íslensku krónunni og auknum fiskveiðum getum við Íslendingar haldið velli í vályndum heimi. En við þurfum að hætta við að hegða okkur eins og hámörkun heimskunnar se´okkar æðsta takmark.


Athugasemdir

08.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst