Harðnar á dalnum.

Harðnar á dalnum. Ríkisstjórnin hefur verið heppin að því leyti, að allskyns uppákomur uppá síðkastið  hafa dregið frá henni athyglina og fengið menn

Fréttir

Harðnar á dalnum.

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson
Ríkisstjórnin hefur verið heppin að því leyti, að allskyns uppákomur uppá síðkastið  hafa dregið frá henni athyglina og fengið menn til að gleyma eymd okkar augnablik. Skýrslan um hrunið, síðan gosið daginn eftir, forsetablaðrið og áhrif þess á ferðamennina,  kosningarnar í Bretlandi, óeirðirnar í Grikklandi og olíulekinn á Mexicoflóa, allt dregur þetta athyglina frá þjáningum þjóðarinnar undir ráðlausustu ríkisstjórn lýðveldisins frá upphafi.

28 þúsund störf hafa tapast frá því í hruninu. Dulið atvinnuleysi og landflótti draga atvinnuleysið niður í 17 þúsund segja fréttirnar í kvöld. Samdráttur í ríkisrekstri eins og skólum og heilbrigðiskerfi ásamt skattahækkunum eru ráð ríkisstjórnarinnar gegn atvinnuleysi og fallandi tekjum almennings.

Ef við hugsum til baka frá valdatöku þessarar ríkisstjórnar og spyrjum í einlægni; Hvað hefur gerst ?

Hefur atvinnuleysið látið undan síga ? hefur vandi heimilanna verið leystur ? Hefur gengið styrkst? Hafa vextir lækkað? Hafa aflaheimildir verið auknar ? Hafa bankarnir verið endurreistir til þess að koma atvinnulífinu í gang? Höfum við tekið upp evruna?.Erum við gengin í Evrópubandalagið ? Hefur bjartsýni þjóðarinnar og trú á framtíðina aukist ? Hefur landflóttinn minnkað? Er efnahagslífið að taka við sér ? Eru stóriðjuframkvæmdir að hefjast? Er ferðamannaiðnaðurinn á uppleið? Hafa vextir Seðlabanka haft minnstu áhrif til að koma efnahagslífinu í gang ? Hefur eitthvað gerst?

Því miður ræður samanburðarfræðin ein ríkjum hjá ríkisstjórninni. Hennar höfuðmál er að sverta Sjálfstæðisflokkinn og halda honum frá áhrifum.  Reyna að rægja þingmenn og formann flokksins frá störfum vegna spillingarumtals en þegja sem fastast um eigin misgerðir og mútuþægni. Allt til að draga athyglina frá sér sjálfri og ömurleikanum. Ekki að koma með lausnir eða tillögur.

Að mínu viti er allt á niðurleið hér ennþá og verður það þar til að eitthvað það gerist sem örvar atvinnulífið. Óbreytt atvinnuleysi og lággengi krónunnar  heldur þjóðinni niðri í svaðinu. Það er ekkert að gerast neins staðar. Túrisminn lætur á sér standa, salan á Laugaveginum dottinn niður um tvo þriðju og bensínsalan dregst saman. Vantrúin og vonleysið endurspeglast í gengi fíflaframboðs  Jóns Gnarr. Verðbólgan vex. Fólk er búið að glata trúnni á allt og getu okkar til að komast út úr ástandinu. Trúir ekki á stjórnmálamenn okkar, Alþingi eða aðrar stofnanir þjóðfélagsins. Og ef vonin hverfur, hvað er þá eftir ?

Að mínu viti gerist hér ekkert meðan þessi ríkisstjórn situr. Mér er slétt sama hverju öðru stuðningsmennirnir halda fram. Þetta er svona og verður því miður svona. 

Á meðan ríkisstjórnin situr harðnar bara  á dalnum. Gæfuleysi hennar er algert.


Athugasemdir

08.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst