Harmleikurinn í Mávanesi - alltof vægir dómar

Harmleikurinn í Mávanesi - alltof vægir dómar Í gær var dæmt í máli fjögurra glæpamanna. Fáheyrt ofbeldi átti sér stað í Mávanesi Garðabæ þar sem

Fréttir

Harmleikurinn í Mávanesi - alltof vægir dómar

Marta B Helgadóttir
Marta B Helgadóttir

Í gær var dæmt í máli fjögurra glæpamanna. Fáheyrt ofbeldi átti sér stað í Mávanesi Garðabæ þar sem lífi fólks var ógnað, húsbrot þar sem ráðist var inn á heimili fólks og farið ránshendi um heimili þess.

Frelsisskerðing heimilisfólks þar sem því er haldið föngnu og ógnað á meðan heimilið er rænt ber vott um grimmd og miskunnarleysi. Þessi glæpur var framinn að yfirlögðu ráði og vel undirbúinn. Hér var um mjög alvarlegan glæp að ræða.

Fyrir okkur flestum er friðhelgi heimilisins eitt af því sem okkur er heilagast og sem við einfaldlega ætlumst til að fá að hafa.  Þessi hörmulegi atburður í Mávanesi mun hafa slæmar og erfiðar afleiðingar til langs tíma fyrir það fólk sem varð fyrir árásinni. 

Fyrir þetta afbrot fær glæpafólkið allt frá 5 mánaða skilorðsbundinn dóm!  -  til 2 1/2 árs fangelsisvistar. Til samanburðar má nefna að fyrir umferðarlagabrot var dæmt 5 mán skilorðsbundið sama dag og sagt frá fjölmiðlum!

Þegar dómskerfið tekur ekki strangar á jafn alvarlegum glæp og hér var framinn þá eru dómsstólar á villigötum og gefa röng skilaboð út í samfélagið.  Þarf virkilega til þess að koma vegna ónógrar réttarverndar að einstaklingarnir hér á landi og fjölskyldurnar þurfi að gera sérstakar ráðstafanir til verndar sjálfum sér og heimilum sínum.

Mér varð hugsað til athyglisverðrar kvikmyndar eftir Michael Moore sem ég horfði á nýlega, "Bowling for Columbine". Þar er m a fjallað um algengt viðhorf meðal Bandaríkjamanna sem finnst það sjálfsögð skylda sín og nauðsyn að vernda heimili sitt með byssueign!  

- jafn ógeðfelld og andstyggileg tilhugsun sem byssueign yfirhöfuð er.  Bandit

Hér fylgir fréttin


Athugasemdir

10.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst