Ég er ekki farin að sjá ljósið
Ég fagna þessari auknu umræðu meðal þjóðarinnar um Evrópumálin, en undanfarið hefur mér fundist hún frekar einhæf og frasakennd, "Evran bjargar þessu". Ekki ætla ég að gera lítið úr ástandinu og ég tek undir það að vissulega þaraf að taka peningamálin til endurskoðunar, en ég vil að við skoðum alla kosti í stöðunni. Það er mín skoðun að ef Ísland myndi gerast aðili að Evrópusambandinu yrði sjálfstæði og fullveldi okkar skert enn frekar og ég fær hroll við tilhugsunina um að við missum tökin á náttúruauðlindum okkar, framtíð barnanna okkar. Fólk segir "við semjum bara um það". Í mínum huga er það ekkert bara. Það hefur verið rætt um það að við fáum enga sérmeðferð, engar sérlausnir eða undanþágur.
En að stjórnkerfinu þarna úti í henni stóru Evrópu. Ég hef skoðað mikið af því sem snýr að umhverfismálum og á því sviði höfum við tekið upp flestar tilskipanir svo í sjálfu sér yrðu ekki miklar breytingar í sjálfu sér. En mér sýnist samt að t.d. í loftslagsmálunum ætli Evrópusambandið að vera með sitt eigið kerfi, svona til hliðar við Sameinuðu þjóðirnar og þá sáttmála sem við höfum undirgengist þar. Ég varð ekki hrifin. En svona er þetta líka í fleiri málaflokkum og er báknið orði svo risavaxið að ég get ekki ímyndað mér að nokkur hafi góða yfirsýn. Ég get ekki heldur séð hvernig við eigum að láta okkar veiku 300.000 Íslendinga rödd heyrast þarna inni. Þið verðið bara að fyrirgefa.Já eins og yfirskriftin bendir til þá er ég ekki farin að sjá ljósið.
Athugasemdir