Hiti langt yfir meðallagi
Þó skilin slengi sér inn á Vestfirði á sunnudag, munu þau meira og minna halda sig fyrir norðan landið fram á miðvikudag. Það hefur í för með sér að hitinn í Reykjavík mun verða þessa fimm daga (lau. - mið) um 7°C yfir meðalhita janúar sem er -0,5°C. (1961-1990). Á Akureyri gæti frávikið orðið enn stærra og þar má reikna með að hitinn verði um 9°C yfir janúarhitanum sem að jafnaði er -2,1°C. Þó þessar tölur virki stórar, er samt ekki um neitt afbrigðilegt ástand að ræða umfram það sem fylgir vetrarhlýindum eins og þessum.
Þessi spá um áframhald á milda loftinu fram á miðvikudag verður að teljast vera nokkuð áreiðanleg, en hvað tekur við eftir það er meira á huldu.
Athugasemdir