Hjálpardekkin farin!
bjoval.hexia.net/faces/blog/list.do?face=bjoval | Rebel | 24.05.2009 | 06:06 | Robert | Lestrar 290 | Athugasemdir ( )
Það
er stór stund í lífi sérhvers barns þegar hjálpardekkjunum er sleppt í
fyrsta skipti. Eftir það finnst ungu hjólreiðarfólki því vera allir
vegir færir. Björgvin Máni hafði haldið fast í hjálpardekkin sín þar
til einn vordaginn að hann tilkynnti að nú væri tími slíks búnaðar
liðinn. Og af fóru hjálpardekkin. Eftir
smá pústra og minniháttar skeinur hér og þar, hjólaði hann svo fram og
aftur eins og ekkert væri. Reyndar höfðu amma hans og afi uppi ýmiss
varnaðarorð um hætturnar sem geta orðið á vegi ungra drengja á slíkum
farartækjum. Það er nú líka hlutverk þeirra að vara við öllum mögulegum
sem ómögulegum hættum í lífinu. Og strákurinn hjólar og hjólar.
Athugasemdir