Hlustaðu !

Hlustaðu ! sagði maðurinn sem var að koma úr löndum einræðis og kúgunar hafa lengi hljómað í huga mér sérstaklega eftir að ég fór sjálfur til Kúbu. Þar

Fréttir

Hlustaðu !

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson
sagði maðurinn sem var að koma úr löndum einræðis og kúgunar hafa lengi hljómað í huga mér sérstaklega eftir að ég fór sjálfur til Kúbu. Þar heyrist aldrei í flugvél, ekkert fæst af ensku lesmáli nema bækur um Catró og Ché, engin erlend blöð fást og  uxar draga kerrur á hraðbrautunum.Maðurinn sagði: "Hlustaðu á þetta dásamlega hljóð. Þotuhvininn. Þetta er hljóð frelsisins.  Það táknar, að ég og allir eru frjálsir að koma og fara. Þar sem ég bjó áður heyrðist þetta hljóð ekki enda var ég ánauðugur maður, sem ekkert mátti fara." 

 Þetta kemur í huga minn þegar ég er að fletta blaði "einkaþotumanna" eða viðskiptaflugsmanna ,"Bussiness / Commercial Aviation og les um tækniundrið Cessna Citation X cem flýgur í 45 000 feta hæð á Mach 0.85. Þarna uppi þar sem við sjáum þoturákirnar á himninum er önnur veröld tækni og dásemda sem er svo óralangt yfir drunganum, eymdinni og ömurleikanum í því landi þar sem ég er núna fangi í. Svona þota kostar samt ekki nema svona nokkrum sinnum verðmæti vínlagersins í gamla Kaupþingi sem nú er í fréttum.  Fyrir hrun voru líka komnar viðskiptaþotur í íslenska útgerð. Hvernær skyldi það verða næst?   

Hversu óralangt er á milli þessa fólks þarna uppi á himninum og fólksins sem styður núna kúgara mína og skaðvalda.  Hvenær skyldi frelsið og trúin á það koma aftur til lands sem núna fjötrar okkur föst? Hvenær koma þeir tímar aftur þegar maður sér von í augum fólksins í kring um sig? Hvenær kemur sá dagur að landflóttinn stöðvast og fólkið kemur aftur til síns fagra lands?

Eða hefur traustið beðið svo mikinn skaða að það taki svo óralangan tíma að það komi aftur að ég lifi það ekki? Það komi ekki aftur fyrr en að þetta fólk sem núna er við stjórn hefur einangrast í stjórnmálunum eins og það var í þau 20 ár sem því var haldið utan Stjórnarráðsins nú síðast? Þó að það yrði kosið frá á morgun muni það taka langan tíma fyrir fólk hérlendis eða erlendis að þora að gera eitthvað hérna til lengri tíma, ef það á von á því að þetta VG-fólk geti komið aftur til valda, með gjaldeyrishöft, átthagafjötra, persónunjósnir og atvinnufjandsamlega skattlagningarstefnu?

Allavega er gaman að hugsa til þess að veröldin er stórkostleg með alla þá tækni sem þar finnst.Mannkynnið er stórkoslegt en heimskan hinsvegar svo mikil og mikilvirk mannheimum í.  Fólkið í Sómalíu fær ekki matinn úr geymslunum vegna ríkjandi heimskunnar.En heimskan er mesta vandmál Afríku og orsökin fyrir ótímabæru afnámi nýlenduveldisins. Og raunar Íslands líka ef út í það er farið.

Í Noregi er bullandi atvinna og allir fá vinnu sem vilja á miklu hærra kaupi en almenningi býðst hér. Menn geta flúið héðan þangað slyppir og snauðir og byrjað nýtt líf eins og Norðmenn gerðu hingað fyrir 1200 árum. Þetta gerir fólkið okkar núna í stríðum straumum. Millistéttin er að hverfa úr þessu landi kúgunarinnar og bankaspillingarinnar. Eftir sitja þeir sem ekki geta lengur flúið og svo auðvitað Nómenklatúran, skilanefndirnar,  kvótagreifarnir og þeir sem enn hafa föst störf eins bankanenn og aðrir opinberir starfsmenn sem ekki verður fækkað.

Tæknin sem ég heyri að Norðmenn nota í mínu fagi lætur mig klæja í fingurna að fá að kynnast henni. En nú er kennitalan orðin svo úldin að líkurnar eru litlar að ég fái til þess nokkur tækifæri. Byggingariðnaður á Íslandi er líklega dauður til langs tíma þannig að maður fær líklega ekki fleiri tækifæri á sinni tíð. Ég hef því ekki neinar hrifningartilfinngar í brjósti þegar ég hugsa um þau móðuharðindi af mannavöldum sem nú ganga yfir íslenska þjóð, ég hef ekki gleði í hjarta þegar ég horfi á heimskupörin sem tröllríða öllu þjóðlífinu og streyma frá ráðleysingjunum sem nú sóla sig í upphafinni sjálfsdýrkun í ráðuneytunum meðan ríkinu blæðir.

Ég vildi gjarnan berjast við þessar forynjur en það virðist enginn samhljómur til þess. Einn maður getur ekkert eins og allir vita.  Þögul uppgjöf virðist ríkja meðal almennings og fótatak útflytjendanna er stöðugt og hverfur svo út í buskann. Það er atkvæðagreiðslan með fótunum sem við erum að hlusta þar á.

 En hlustaðu samt á heiminn meðan þú getur. Það getur orðið langt í sólarupprás og fuglasönginn. En sólin er þarna samt einhversstaðar.


Athugasemdir

06.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst