Hugskot um ættarsamfélagið
tilveran-i-esb.blog.is/blog/tilveran-i-esb/#entry-98 | Rebel | 01.04.2010 | 12:16 | Robert | Lestrar 352 | Athugasemdir ( )
Ég sá þessa bloggfærslu
hjá Sigurði Ingólfssyni fyrir nokkrum dögum. Þarna rifjaðist upp fyrir
mér samtal sem ég átti við hagfræði-dóttur mína sem býr (því miður fyrir
mig:) í París í Frakklandi eins og er. Við vorum að ræða saman um hið
hrikalega lága frjósemishlutfall sem er í næstum öllum löndum ESB - og
hvernig standi á þessu. "Pabbi, þú skilur þetta ekki alveg," sagði hún.
"Ég hef séð fólk á götunni hérna í París með smábörnin sín. Þetta er
ömurlegt að horfa uppá. Þú ert alinn upp á Íslandi og skilur ekki að hér
eignast fólk ekki börn nema að það sé alveg 1000% öruggt um að lenda
ekki á götunni með barnið. Þið á Íslandi þurfið ekki að hugsa út í
þetta. Þið eignist bara börn án þess að hugsa út í það, vel vitandi að
þið munuð ekki lenda á götunni með barnið, sama á hverju dynur."
Þetta hafði ég auðvitað ekki hugsað út í. En svo fór ég að hugsa
nánar; já þetta er rétt hjá henni, en það er meira, miklu meira. Af
hverju er fólk á Íslandi ekki hrætt við að eignast börn? Jú fyrir það
fyrsta þá er þar auðvitað hið svo kallaða "velferðarsamfélag". En sú
skýring ein dugar ekki nándar nærri alveg. Hún er alls ekki næg, því
jafnvel í "velferðarsamfélögum" eignast fólk ekki börn, eða a.m.k ekki
nógu mörg börn til í það minnsta að viðhalda samfélagi sínu. Það er
eitthvað meira hér. Já það er meira og það er; 1) sterk fjölskyldubönd
og 2) sterkt ættarsamfélag.
Þegar
RÍKIÐ yfirtekur hlutverk fjölskyldunnar þá endar líf ættarsamfélagsins.
Því þá eyðileggur ríkið hvatana sem búa til þær aðstæður sem fær
ættarsamfélagið til að þrífst vel og blómstra. Blóð er næstum alltaf
þykkara og haldbetra en vatn hins opinbera. Ég enda þó alltaf á þeirri
lokaniðurstöðu sem bæði ég og konan mín komumst næstum alltaf að, þegar
við ræðum þessi mál; í endanum er það alltaf atvinnumarkaðurinn sem knýr
fólk til góðra gjörninga á þessu sviði. Full atvinna, tækifæri fyrir
alla, menntaða sem minna menntaða, er það sem hefur úrslitaþýðingu fyrir
framtíð samfélagsins.
En full atvinna getur ekki skapast í ríkjum með of stóran
opinberan geira, því hagvöxtur í svoleiðis samfélögum verður alltaf of
lélegur til að geta knúið fram fulla atvinnu handa öllum. Ergo; lágir
skattar, hóflegur lítill opinber geiri, fjölskyldu- og ættarsamfélag,
plús að það sé ekki tabú þó svo ógift fólk, eða fólk sem er
ekki í sambúð, eignist börn; að það reddist þrátt fyrir allt.
Þökk sé fjölskylduböndum og ættarsamfélaginu. Að reyna að gera
ættarsamfélagið óþarft eru grundvallarmistök. Það ætti hins vegar alltaf
að reyna að gera hið opinbera sem mest óþarft. Það er það eina
eðlilega.
Þessi
tvö fyrirbæri, fjölskylduböndin og ættarsamfélagið, munu aldrei skera
það mikið niður að þau hætti að virka. Það gerir hins vegar hið opinbera
þegar skattatekjurnar hætta að koma inn. Og það munu þær gera
(skattatekjurnar) þegar samfélagið verður gelt. Þá er ekkert eftir. Búið
er þá að eyðileggja alla innviði samfélagsins frá grunni. Þá tekur
Viktoríanskt samfélag við, þar sem hver er sjálfum sér næstur.
Svo
eru örugglega fleiri þættir sem spila hér inn. En nógu stór er að
minnsta kosti hinn opinberi geiri í Frakklandi þar sem fólk sést á
götunni með börnin sín í því langtíma massífa atvinnuleysi sem þar
ríkir. Sama er að segja um mörg ríki með stóran opinberan geira þar sem
frjósemishlutfall er allt of lágt. Það sama var einnig að segja um
Sovétríkin. Þau voru ljóslifandi dæmi um fullkomna upplausn
fjölskyldunnar og afnám ættarsamfélagsins. Svartnættið í faðmi hins
gjaldþrota opinbera varð algert. Samfélagið dó og er ennþá að deyja.
Hin
svo kölluðu "velferðarsamfélög" eiga sífellt á hættu að breytast í dópsölu
ríkisins fyrir stjórnmálamenn. Ekki er hægt að komast út úr
dópsölunni né neyslu þegnana aftur. Ríkið blæs út, hagvöxtur, nýsköpun
og loks frjósemi stöðvast og hverfur.
Eina
óendurnýjanlega náttúruauðlind Evrópusambandsins, að því er virðist, er
fólkið sjálft. Það er að hverfa. Árið 2050/60 munu flest börn heimsins -
í einu landi - að líkindum fæðast í Bandaríkjunum og ekki í Kína. Í
hvorum markaðnum vilt þú, Ísland mitt kæra, vera þátttakandi? Svartnætti
eða ekki. To be, or not to be í orðsins fyllstu merkingu. Er
ekki kominn tími til að einhver sjónfrár sé settur á ný í útkíkk á
þjóðarskútunni, sem greinlega er að sigla í vitlausa átt. Austur er
kolröng stefna.
Athugasemdir