Hálkan er ekkert grín

Hálkan er ekkert grín  Á höfuđborgarsvćđinu liggur frá ţví í nótt klakabrynja yfir ölluog hálkan er eftir ţví.  Margir tóku einnig eftir ţví fyrr í morgun

Fréttir

Hálkan er ekkert grín

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson

 Á höfuðborgarsvæðinu liggur frá því í nótt klakabrynja yfir ölluog hálkan er eftir því.  Margir tóku einnig eftir því fyrr í morgun að bílarnir voru því sem næst þurrir á meðan jörðin var öll svelluð. Í gærkvöldi nálgaðist lægðardrag úr norðvestri (sjá kort á miðnætti 1. des).  Frá því snjóaði í skamma stund.  Í SV og V-áttinni utan af hafinu var þess síðan skammt að bíða að það kæmi í þetta bloti.  Fljótlega gerði því slydduhraglanda og hitinn í Reykjavík komst í rúmar 2°C um miðnætti.  Um leið og dragið fór hjá með kuldaskilum kólnaði aftur og strax upp úr kl. 3 frysti á nýjan leik og krapinn á götunum hljóp í klakabrynju.

   Krapinn náði hins vegar að renna af bílnum í nótt þar sem hann bráðnaði ekki alveg. Bleytan sem eftir var hefur síðan náð að gufa upp að miklu leyti um leið og þurra N-áttin fór að leika um.  Krapinn var hins vegar meiri en svo á jörðinni að N-vindurinn næði að þurrka upp áður en allt fraus. 

Vegagerðin var viðbúin öllu og upp úr kl. 3 voru búið að ræsa út öll tiltæk tæki til hálkueyðingar á stofnbrautum.


Athugasemdir

10.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst