Í fangelsi strax og mál upplýsast

Í fangelsi strax og mál upplýsast Harkan í fíkniefnaheiminum virðist fara sívaxandi hér á landi og fantaskapurinn við innheimtumál í þeirri veröld

Fréttir

Í fangelsi strax og mál upplýsast

Axel Jóhann Axelsson
Axel Jóhann Axelsson
Harkan í fíkniefnaheiminum virðist fara sívaxandi hér á landi og fantaskapurinn við innheimtumál í þeirri veröld slíkur, að með sama áframhaldi getur hann varla endað nema á einn veg, þ.e. með dauða skuldarans.

Glæpaklíkur sýnast einnig vera að hreiðra um sig í landinu í æ meiri mæli og hrottaskapur innan þeirra og ekki síður á milli slíkra hópa eykst með ári hverju og er það þróun sem lögreglan óttast einna mest um þessar mundir, enda klíkufélagar farnir að gagna um vopnaðir og beita þeim hver á annan og ekki síður við innheimtur fíkniefnaskulda.

Við handrukkun er oft beitt mikilli hörku og virðast glæpamennirnir lítið óttast að verða gripnir fyrir slíkt athæfi, enda er þeim alltaf sleppt að yfirheyrslum loknum, enda játa þeir oftast glæpi sína því þá "telst málið vera upplýst". Síðan líða mánuðir og ár þar til dæmt er í slíkum málum og þar á eftir hefst bið eftir afplánun, sem dregist getur mánuðum saman til viðbótar og jafnvel fallið algerlega niður vegna fyrningar.

Brýnt er að koma upp stóru fangelsi, þannig að svona glæpalýð þurfi ekki að sleppa lausum að yfirheyrslum og játningum loknum, heldur verði hægt að færa hann beint fyrir dómara og þaðan í umsvifalausa afplánun fangelsinsdóma.

Svona hrottalegum glæpum fækkar ekki nema úrræði séu fyrir hendi til að taka hrottana umsvifalaust úr umferð.


Athugasemdir

06.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst