Ísafjörður á toppnum
Hið öfugsnúna veðurlag nú á milli jóla á nýárs hefur það í för með sér að hitastigið hér á landi verður afar sérkennilegt í samanburður við ýmsa staði sunnar í Evrópu.
Kl. 18 voru 10°C á Ísafirði. Á sama tíma mátti fara alla leið suður til Barcelónatil að finna hærra hitastig en var á Ísafirði, eða 11°C. Ívið kaldara var í Róm, en svipaður hiti í Aþenu, en litlu hlýrra á Krít og Sikiley. Miklu kaldara var hins vegar í Mið-Evrópu. Frostið 1 stig í París og 9 stig í Ehrfurt í miðju Þýskalandi.
Hver hefði trúað því að hitinn kæmist í 7,5°C norður á Jan Mayen á þessum árstíma ? Slíkt er hins vegar raunin!!
Athugasemdir