Íslandspóstur tekur þessu 'eins og hverju öðru hundsbiti'
Hundsbit geta verið hættuleg.
Úr samþykkt Umhverfisráðuneytis um hundahald í þéttbýli: Sá sem verður fyrir biti skal strax leita læknis. Ef hundur bítur mann getur eigandi átt von á kæru frá þeim bitna eða aðstandanda hans. Heimilt er að aflífa þegar í stað hættulegan hund og hund sem bítur. Hafi eigandi ástæðu til þess að ætla að hundur hans sé grimmur eða varasamur skal hann sjá til þess að hundur hans sé ávallt mýldur utan heimilis síns.
Hundur (Canis familiaris) er talinn vera eitt elsta húsdýr mannsins. Hann hefur búið með honum í meira en 12.000 ár og gagnast honum á margan hátt. Hundar eru af ættbálki rándýra.Þeir eru náskyldir úlfum og eiga margt sameiginlegt með þeim. Þeir hafa t.d. báðir ákveðið táknmál sem segir til um fyrirætlanir þeirra o.fl. Fólk sem umgengst hunda mikið skilur táknmálið og veit hvernig það á að bregðast við því. Þeir sem umgangast hunda ekki mikið vita það hins vegar ekki. Þeir átta sig ekki á því hvort hundur er líklegur til árásar og bregðast jafnvel rangt við merkjum og espa hundinn upp.
Hundar eru ræktaðir til þess að gegna ýmsum hlutverkum. Þeir eru einnig tamdir til þess að sýna ákveðna hegðun og bregðast við skipunum og áreiti. Viðbrögð hunda við ókunnugu fólki fara m.a. eftir hundakyni og uppeldi og því hvort þeir eru vanir því að umgangast ókunnuga. Hundar geta t.d. litið á ókunnugt fólk sem keppinauta og innrás á yfirráðasvæði sitt. Þeir geta einnig litið á þá sem hættu eða ögrun. Mörgum hundategundum er einfaldlega illa við ókunnuga; forfeður þeirra hafa þá verið tamdir til þess að gera bæði viðvart um mannaferðir og verjast þeim. Það kemur því eðlilega fyrir að hundar ógni fólki og komi því á óvart.
Það er staðreynd að hundar eiga það til að bíta fólk. Hundar geta bitið af mörgum ástæðum. Þeir geta t.d. bitið þegar þeir verða hræddir, þeim bregður og þegar þeir verða spenntir.
Árið 2002 gerði Umhverfisráðuneytið samþykkt um hundahald í Reykjavík. Reglugerðin sneri meðal annars að varúðar-, aðgæslu- og umgengnisskyldum hundaeigenda. Í samþykktinni segir að hundaeigandi skuli „gæta þess vel, að hundur hans valdi ekki hættu, óþægindum eða óþrifnaði, né raski ró manna”.
Það er þó staðreynd að margir hundaeigendur telja sig ekki þurfa að fara eftir reglugerðinni. Reykjavíkurbúar þurfa ekki annað en að rölta eftir nærliggjandi göngustígum til að fá staðfestingu á því. Hundaeigendur sem ekki fara eftir samþykktinni eru margir hverjir mjög ósáttir við þessar reglur og finnst þær út í hött. Þeir bera því oftar en ekki við að þeirra hundur bíti ekki og sé meinlaus.
Þeir virðast ekki gera sér grein fyrir mögulegri hættu sem stafar af þessum dýrum.
Verði með munnkörfu utandyra | |
Athugasemdir