Íþróttamaðurinn Hrólfur
Á mánudag gerðist stórmerkilegur viðburður þegar hinn "Bacon-vafði" íþróttamaður Hrólfur Siglfirðingur Baldursson mætti á sína fyrstu og mjög sennilega sína síðustu æfingu í blaki og reyndar örugglega á sína síðustu æfingu yfir höfuð í íþróttum.
Mikil spenna ríkti vegna komu hans, enda einstakur viðburður þar á ferð þar sem Hrólfur er nú þekktur fyrir allt annað en sprikl á vellinum þó svo hann hafi verið með allskyns yfirlýsingar um sitt eigið ágæti á íþróttavellinum.
"Skandinavíu meistari utanhúss án atrennu" í Bacon bollu áti er sennilega hans helsta afrek, en það er óstaðfest hvort það flokkast undir íþrótt.
Við á Siglo.is fylgdum honum eftir á þessum dýrðardegi þegar hann var að mæta í hús.
Athugasemdir