JÁ fyrir ÍSLAND: Um hvað verður kosið?
1. Í eldri lögunum segir að ef stefnir í að eftirstöðvar verði af lánunum við lok lánstímans skuli samningsaðilar „tímanlega eiga með sér viðræður um meðferð málsins“ eins og segir í lögunum. Í þeim breytingum sem gerðar hafa verið á samningunum síðan er heimild til að lengja lánstímann ef stefnir í að eftirstöðvar verði af þeim. Það þykir hinsvegar ólíklegt svo verði af þeim sem kannað hafa málið.
2. Hin breytingin er sú að Íslendingar muni ætíð greiða vexti af lánunum, þó svo að afborganir og vextir fari yfir 6% viðmiðin sem samþykkt voru í lögunum frá því í ágúst. Spár Seðlabankans gera ráð fyrir því að við verstu aðstæður geti þetta leitt til þess að við verðum tveim árum lengur að greiða lánið upp en áætlað var. Það er þó talið ólíklegt og að þessi breyting hafi ekki stórvægileg áhrif á greiðslugetuna.
Og
þá er það upp talið.
Það verður semsagt annarsvegar kosið um
það hvort við viljum hafa heimild til að lengja í lánunum í stað þess
að greiða allt lánið upp á loka gjalddaga og hinsvegar hvort við munum
greiða vexti af lánunum þó svo að stefni í að við munum ekki greiða af
höfuðstól vegna efnahagslegu viðmiðunum.
Annað er óbreytt
frá því í sumar. Það er ekki valkostur að borga ekkert þó annað megi
stundum skilja á málflutningi nei-hópsins.
Einhverjum gæti þótt það
vel í lagt að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um ekki stærra mál en þetta.
Ekki þó forsetanum sem virðist ekki hafa kynnt sér málið í þaula.
Þeim
sem hinsvegar vilja kynna sér málið er bent á að lesa athugasemdir við
lagafrumvarpið frá því í sumar þar sem saga málsins er rakin í
ítarlegu máli og með skýrum hætti.
Athugasemdir