Jafngilda lágir skattar ríkisstyrk?
Það verður að teljast einkennileg röksemdarfærsla að lágir skattar jafngildi styrk frá ríkinu og með sömu rökum mætti halda því fram að einstaklingar fái allt að 70% tekna sinna í styrk frá ríkinu, þar sem allt sem ríkið hirðir ekki til sín sé einfaldlega ríkisstyrkur til einstaklinga.
Með sömu rökum hlýtur Oddný að halda því fram að atvinnulífið í landinu sé með 80% sinna tekna sem styrk frá ríkinu, enda sé tekjuskattur fyrirtækja aðeins 20% og þar með sé mismunurinn jafngildi ríkisstyrks.
Svona röksemdarfærsla er komin út yfir allan þjófabálk og langt seilst til að réttlæta skattabrjálæði hinnar norrænu "velferðarstjórnar".
Tímabært að afnema afslátt |
Athugasemdir