Jafngilda lágir skattar ríkisstyrk?

Jafngilda lágir skattar ríkisstyrk? Oddný Harðardóttir, bráðabirgða fjármálaráðherra, segir að lægra skattþrepið í virðisaukaskatti jafngildi ríkisstyrk

Fréttir

Jafngilda lágir skattar ríkisstyrk?

Axel Jóhann Axelsson
Axel Jóhann Axelsson
Oddný Harðardóttir, bráðabirgða fjármálaráðherra, segir að lægra skattþrepið í virðisaukaskatti jafngildi ríkisstyrk og þar sem nú sé uppgangur í ferðaþjónustu beri að afnema þann styrk sem greinin sé að fá ríkinu í formi 7% virðisaukaskatts í stað 25,5%.

Það verður að teljast einkennileg röksemdarfærsla að lágir skattar jafngildi styrk frá ríkinu og með sömu rökum mætti halda því fram að einstaklingar fái allt að 70% tekna sinna í styrk frá ríkinu, þar sem allt sem ríkið hirðir ekki til sín sé einfaldlega ríkisstyrkur til einstaklinga.

Með sömu rökum hlýtur Oddný að halda því fram að atvinnulífið í landinu sé með 80% sinna tekna sem styrk frá ríkinu, enda sé tekjuskattur fyrirtækja aðeins 20% og þar með sé mismunurinn jafngildi ríkisstyrks.

Svona röksemdarfærsla er komin út yfir allan þjófabálk og langt seilst til að réttlæta skattabrjálæði hinnar norrænu "velferðarstjórnar".


mbl.is Tímabært að afnema afslátt

Athugasemdir

05.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst