Jeppafjélagið
sksiglo.is | Rebel | 08.04.2014 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 1055 | Athugasemdir ( )
Sunnudaginn 23. mars síðastliðinn var mér boðið í jeppaferð upp
á Lágheiði með jeppaklúbbnum eða fjélaginu "Séð heim til mömmu".
Ástæðan fyrir nafninu er víst sú að þeir fara helst aldrei lengra
en þeir hreinlega sjái heim til mömmu.
En það var allavega mikið stuð í ferðinni og græna Tröllið
þeirra Guðna Sveins og Gumma Einars, eða "Hulk" eins og ég held að þeir kalli hann stóð sig ógurlega vel og má segja að hann sé
í nokkurs konar aðalhlutverki. Mikið hefur verið rætt um bílinn og fjölmargir ferðamenn sem koma á Sigló skoða bílinn og taka
myndir af trukknum.
Strákarnir höfðu orð á því að þeir höfðu aldrei
séð svona mikið af snjó á Lágheiðinni áður.
Hér er myndband með broti af því sem ég sá og tók upp
í þessari ferð sem var alveg hreint ljómandi skemmtileg og sýnir hversu ógurleg smíð þessi bíll er.
Undirspilið við þetta myndband er svona í þyngri kantinum og fannst mér
það eiginlega nauðsynlegt. Þeir sem þola illa svona mússík verða einfaldlega bara að lækka í mússikinni.
Athugasemdir