Jólaveðurspáin
Þrátt fyrir meira og minna S- og SV- hvassviðri fram á jóladag eru það tveir atburðir sem vert er að geta
sérstaklega:
1. Leysing þegar líður á morgundaginn (22.des) , sem nær hámarki um miðnætti. Loftið er mjög hlýtt og verður
hitinn allt að 12-14°C norðanlands, en kjarni hlýjasta loftsins fer hratt yfir landið og kuldaskil í kjölfarið.
2. Önnur gusa af hlýju lofti er væntanleg snemma á aðfangadag. Þá ekki alveg jafn hlýtt, en spáð er stórrigningu sunnanlands og vestan, væntanlega verulegri vatnsleysingu í kjölfar fyrr hlákunnar.
Aðfangadagur: Sennileg mjög hvasst um tíma snemma dags og spáð er mikilli úrkomu framan af degi sunnan og vestanlands, allt
að 40-60 mm frá skilum sem fara hægar yfir en þau fyrri. Hiti víða 4-8°C. Undir kvöld SV-átt, áfram hvasst og kólnar með
éljagangi.
Jóladagur: SV-átt, en eitthvað hægari. Él um landið vestanvert, hiti um eða rétt undir frostmarki vestantil, en úrkomulaust norðaustan og austanlands.
Annar í jólum. Hlýnar aftur með S-átt, en þá stefnir í að mikið háþrýstisvæði austur við Noreg ásamt lægð við Grænland beini til okkar mildu Atlantshafslofti úr suðri og suðaustri.
Myndin sýnir framleiðslu á jólasnjó við Nonnahús á Akureyri um árið !
Athugasemdir