Jólin komin

Jólin komin   Kæru bloggvinir og aðrir lesendur.  Ég vil óska ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegra jóla. Jólin eru hátíð barnanna hefur oft verið

Fréttir

Jólin komin

Marta B Helgadóttir
Marta B Helgadóttir
 

jólatré




Kæru bloggvinir og aðrir lesendur. 

Ég vil óska ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegra jóla.InLoveKissing

Jólin eru hátíð barnanna hefur oft verið sagt. Barnið í okkur sjálfum er sjaldnast nærtækara þeim sem fullorðnir eru en einmitt á jólahátíðinni. Að kunna að gleðjast yfir því smáa er lykill að lífshamingju. 

Í þeim miklu og öru breytingum sem samfélagið okkar er að fara í gegnum þessi misserin þá hefur líklega sjaldan skipt meira máli að rækta þá sem næstir okkur standa og sömuleiðis okkur sjálf.

Það er erfitt að gera sér í hugarlund hvernig samfélagið okkar verður eftir þann niðurskurð sem framundan er á öllum helstu velferðarsviðum. Hreykin og stolt höfum við síðustu áratugina reynt að byggja upp velferð í litlu hagkerfi. Þúsundir fólks eru nú atvinnulaus með bætur sem duga ekki fyrir grunnþörfum. Vonin sem er dásamlegur orkugjafi fyrir þá sem kljást við erfiðleika af ýmsum toga, hún er nú fjarlægari mörgu fólki en oft áður.

Hógværð og æðruleysi hafa ekki verið einkenni íslensku þjóðarinnar. Kannski höfum við verið að sækja vatnið yfir lækinn og þurfum nú hvort sem okkur líkar betur eða verr að breyta ýmsu í lífsháttum okkar.

snowman Í öllum breytingum felast tækifæri og vonandi berum við gæfu til að nýta þau til uppbyggilegra viðhorfa og góðra verka. 

Vonandi njóta sem flest ykkar gleði og góðrar samveru við ástvini um hátíðarnarHeart


Athugasemdir

10.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst