Kaldur október

Kaldur október Nýliðinn októbermánuður er ekki aðeins tíðindamikill í sögu þjóðarinnar, heldur sker hann sig nokkuð úr veðurfarslega.  Hann var kaldur um

Fréttir

Kaldur október

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson

Nýliðinn októbermánuður er ekki aðeins tíðindamikill í sögu þjóðarinnar, heldur sker hann sig nokkuð úr veðurfarslega.  Hann var kaldur um land allt og sérstaklega var kalt síðari hluta mánaðarins. Eins snjóaði víðast í byggð  heldur fyrr en jafnan gerist. Ég hef ekki enn séð tölur frá Veðurstofunni, en í Reykjavík bendir allt til þess að ekki hafi verið kaldara í október frá því 1987.

Október 2008 er um (og jafnvel rúmlega) 1,5°C undir meðallagi.  Aðeins einn annar mánuður á þessu ári hefur verið undir meðallagi í höfuðborginni, en það var febrúar (-0,6°C í frávik).  Fara þarf allt aftur í febrúar 2002 til að finna mánuð sem sem var hlutfallslega kaldari en þessi nýliðni októbermánuður.

Sannast sagna eru flestir mánuðir þessi árin hlýrri samanborið við hið kalda meðaltal áranna 1961-1990.  En það kemur þó fyrir að einn og einn sé markvert kaldari en tölur þessa ára bera með sér. Nýliðinn mánuður er einn þeirra. 

Svo er bara að sjá hvaða stefnu hitafarið tekur í nóvember...


Athugasemdir

10.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst