Klasar élja í ratsjánni
esv.blog.is/blog/esv/#entry-1138330 | Rebel | 01.02.2011 | 00:22 | Robert | Lestrar 302 | Athugasemdir ( )
Þessa áhugaverðu mynd sýndi ratsjá Veðurstofunnar í SV-
og V-áttinni í gær. Nokkuð samfeldur skýjaflóki í tengslum lægðardrag
kom úr suðvestri snemma um morguninn. Sjá má í suðurjaðar hans yfir
Breiðafirði og Snæfellsnesi. Þar fyrir sunnar eru síðan tveir
afmarkaðir éljaklasar.
Éljaklakkarnir sem koma af hafi í útsynningnum eru oft nokkuð jafndreifðir og við bestu dreifingu mynda þeir reglulega dreifingu séð bæði með auga rastjárinnar og á mynd gervitunglsins.
Sami vindur eða í það minnsta mjög svipaður á stóru svæði skapar reglubundna dreifingu éljanna. Um leið og vindurinn annað hvort eykst eða minnkar á tilteknu svæði hefur það áhrif, annað hvort til að þjappa éljum saman í í einn samfelldan garð eða að teygja á þeim þannig að "hrein" og opin svæði verði sýnileg mitt í éljaloftinu.
Éljaklakkarnir sem koma af hafi í útsynningnum eru oft nokkuð jafndreifðir og við bestu dreifingu mynda þeir reglulega dreifingu séð bæði með auga rastjárinnar og á mynd gervitunglsins.
Sami vindur eða í það minnsta mjög svipaður á stóru svæði skapar reglubundna dreifingu éljanna. Um leið og vindurinn annað hvort eykst eða minnkar á tilteknu svæði hefur það áhrif, annað hvort til að þjappa éljum saman í í einn samfelldan garð eða að teygja á þeim þannig að "hrein" og opin svæði verði sýnileg mitt í éljaloftinu.
Þannig var þessu háttað í gær. Hofum við á myndina frá norðri til suðurs, var staðbundið hámark í styrk V-áttarinnar sunnan við samfellda úrkomusvæðið við Snæfellsnesi. Þar sunnan við dró úr vindi áður en kom að öðru vindhámarki í skammt suðvesta við Reykjanes. Hér er einkum átt við vindstyrk í 1.000 til 2.000 metra hæð. Það eru sem sagt sveiflurnar í styrk vindrastarinnar sem skapa þetta skemmtilega mynstur éljaskýjanna !
Athugasemdir