Kostar ekkert
lara.blog.is/blog/lara/ | Rebel | 10.06.2009 | 14:18 | Robert | Lestrar 352 | Athugasemdir ( )
Hermann Jón hefur afsalað sér biðlaunum sem og fráfarandi bæjarstjóri.
Þarna sýna menn í erfiðum kringumstæðum hvernig á að vinna. Fyrir okkur
hjá Samfylkingunni er spennandi að taka við keflinu þrátt fyrir að
tímarnir séu erfiðir. Hópurinn sem stendur að baki Hermanns er þéttur
og hefur fundað á hverjum mánudegi frá upphafi kjörtímabils.Þar hittast fulltrúar í nefndum, ungliðar og 60+ og fara yfir málin.
Þetta er um 20 manna hópur, nýir bætast við og aðrir flytjast burtu.
Fyrir vikið er hópurinn meðvitaður um hvað er að gerast, tekur þátt í
ákvörðunum og stefnumótun.
Starfið hefur verið til fyrirmyndar og verður gaman að fást við aðdraganda kosninga með stefnumótunarvinnu og lausnaleit því næg eru verkefnin.
Athugasemdir