Lagalegegum kröfum ESB verður að mæta skilyrðislaust

Lagalegegum kröfum ESB verður að mæta skilyrðislaust ESB birti í dag svokallaða "Framvinduskýrslu" vegna innlimunar Íslands í væntalegt stórríki Evrópu

Fréttir

Lagalegegum kröfum ESB verður að mæta skilyrðislaust

Axel Axelsson
Axel Axelsson
ESB birti í dag svokallaða "Framvinduskýrslu" vegna innlimunar Íslands í væntalegt stórríki Evrópu og er ekki annað að sjá en að kommisararnir í Brussel telji að nokkuð langt sé í land varðandi aðlögun landsins.

Vert er að vekja sérstaka athygli á eftirfarandi úr viðhangandi frétt: "Í skýrslunni er hinsvegar einnig tekið fram að enn sé Icesave deilan óleyst. Þá megi búast við „erfiðum samningaviðræðum í ýmsum lykilmálaflokkum, s.s. hvað varðar frjálsa för fjármagns, sjávarútveg, landbúnað og byggðaþróun, umhverfismál þ.á.m. hvalveiðar, skatta- og tollamál, svæðisstjórnun og fæðuöryggi“."

ESB er sem sagt ennþá að vinna fyrir Breta og Hollendinga í því að koma skuldum Landsbankans yfir á íslenska skattgreiðendur, eins og verið er að gera með útlánarugl evrópskra banka, en látið er heita að verið sé að bjarga ríkissjóðum, t.d. Grikklands, þegar í raun er verið að velta vandamálum evrópskra banka, sérstaklega franskra og þýskra, yfir á skattgreiðendur ESBlandanna.

Einnig er athyglisvert að ESB ætlar að knýja Íslendinga til að hætta hvalveiðum, enda verða allar ákvarðanir varðandi veiðar og vinnslu, jafnt hvala sem annarra sjávardýra, teknar í Brussel ef tekst að innlima Ísland sem útkjálkahrepp í stórríkið væntanlega.

Athygilsveðust í fréttinni er þó eftirfarandi setning:  "Á heildina litið sé Ísland vel í stakk búið að mæta lagalegum kröfum ESB."

Hér segir skýrt og skorinort að Ísland eigi að mæta lagalegum kröfum ESB, enda vita allir sem vilja vita að undanþágur frá þeim verða engar, a.m.k. ekki nema til mjög skamms tíma, láti þjóðin blekkja sig til innlimunarinnar.

Íslenska ríkisstjórnin birtir hins vegar engar "Framvinduskýrslur" af sinni hálfu og hefur ekki einu sinni mótað eða gefið út nokkur einustu samningsmarkmið, enda tilgangslaust þar sem annaðhvort verða "lagalegalegum kröfum ESB" mætt eða ekkert verður af innlimuninni.


Athugasemdir

06.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst