Lélegur stuðningur við Kristján Möller

Lélegur stuðningur við Kristján Möller Samfylkingin í NA-kjördæmi hélt prófkjör um síðustu helgi. Úrslit efstu sæta komu mér ekki á óvart. Það er mjög

Fréttir

Lélegur stuðningur við Kristján Möller

Samfylkingin í NA-kjördæmi hélt prófkjör um síðustu helgi. Úrslit efstu sæta komu mér ekki á óvart. Það er mjög skiljanlegt að Einar Már Sigurðarson hafi verið þurrkaður út með jafn afgerandi hætti og raunin varð enda afspyrnu lélegur þingmaður þar á ferð sem hefur verið allt of lengi á Alþingi fáum til gagns og enn færri til gamans. Benedikt Sigurðarson fór sömu leið, í annað sinn á tveim árum og algjörlega hafnað af stuðningsfólki Samfylkingarinnar, komst ekki í hóp 10 efstu manna en stefndi þó á það efsta. Það var því ekki um annað að ræða hjá kjósendum en að velja Reykvíkinginn Sigmund Erni Rúnarsson í baráttusæti listans, ekkert annað í boði.Sagan segir að Sigmunur þessi hafi leitað hófanna með framboð hjá framsóknarflokknum í heimabæ sínum Reykjavík en hafi ekki fengið hljómgrunn hjá nýrri forystu flokksins. Það sem vekur mesta athygli í prófkjöri Samfylkingarinnar hér fyrir norðan er lélegur stuðningur við Kristján Möller, sem skipar efsta sæti listans. Samkvæmt þeim tölum sem birtar eru á heimasíðuflokksins mun Kristján leiða listann með stuðningi minnihluta Samfylkingarfólks í kjördæminu. Kristján nýtur aðeins stuðnings 45,6% flokksmanna til að leiða listann, m.ö.o. meirihluti kjósenda í prófkjörinu styður hann ekki. Þetta hljóta að vera Kristjáni Möller mikil vonbrigði og gerir stöðu hans í kjördæminu afar veika, svo ekki sé meira sagt, ekki síst þegar litið er til þess að hér er um ráðherra flokksins að ræða sem fær að auki ekki neitt alvöru mótframboð í efsta sætið. Það hlýtur að vera afar erfitt fyrir oddvita lista að vera með svo veikt bakland sem prófkjör Samfylkingarinnar sýnir að Kristján hefur. Miðað við þetta er rökrétt að álykta að pólitískum ferli hans sé verulega ógnað og flokksmenn hyggist skipta honum út fyrir annan betri, finnist slíkur aðili. Annars finnst mér á því Samfylkingarfólki sem ég heyri í að almenn óánægja sé með framkvæmd og fyrirkomulag prófkjörsins en það mál þekki ég ekkert frekar.
/kristjan-moller-small_1236897541586

Athugasemdir

10.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst