Lífeyris"sjóðir" eða lífeyristryggingafélög?

Lífeyris"sjóðir" eða lífeyristryggingafélög? Umræða um lífeyrissjóðina hefur verið mikil og fjörgug eftir hrun, ekki síst vegna margra furðulegra

Fréttir

Lífeyris"sjóðir" eða lífeyristryggingafélög?

Axel Jóhann Axelsson
Axel Jóhann Axelsson
Umræða um lífeyrissjóðina hefur verið mikil og fjörgug eftir hrun, ekki síst vegna margra furðulegra fjárfestinga þeirra á árunum þar á undan, jafnvel "víkjandi lán" til bankanna en nafnið eitt á þessum lánum og eðli þeirra hefði átt að hringja öllum viðvörunarbjöllum og hefðu reyndar átt að setja í gang brunavarnarkerfin sem hefðu átt að vera byrjuð að sprauta vatni á eldana sem löngu voru farnir að loga í fjármálakerfinu.

Ekki síður hefur umræðan magnast um að félagar lífeyrissjóðanna ættu að hafa rétt til að kjósa sína fulltrúa í stjórnir sjóðanna, en hvorki vinnuveitendur né verkalýðshreyfingin hafa tekið slíkt í mál fram að þessu. Þeir sem hafa mikil völd láta ógjarnan af þeim, jafnvel þó þeir geri stór og mikil mistök, játi þau jafnvel, en axla sjaldnast ábyrgð sína og hvað þá að þeir láti af þeim störfum sem þar sem þeir viðurkenna að hafa verið "afar skammsýnir" á sínum tíma.

Í almennri umræðu er oftast rætt um lífeyrissjóðina sem "eign" sjóðsfélaganna, en það eru þeir í raun og veru ekki þar sem þeir eru sameignarsjóðir og sumir fá miklu minna út úr þeim en þeir hafa greitt til þeirra og aðrir miklu meira. Allt fer það eftir langlífi og heilsufari inngreiðendanna og því eru félagarnir miklu frekar að kaupa sér ákveðin lifeyrisréttindi en að safna í sjóð. Slík söfnun á við um séreignarlífeyrissjóðina en ekki sameignarsjóðina.

Eftir sem áður er sjálfsagt að auka lýðræði í stjórnarkosningum sjóðanna og séreignarsjóðirnir ættu að vera algerlega í höndum sjóðfélaganna einna og aðilar vinnumarkaðarins ættu þar hvergi að koma nærri.


mbl.is Vilja áfram eiga aðild að stjórn lífeyrissjóða

Athugasemdir

05.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst