Lifum við af ?
Hvað svartsýni er þetta annars með stjórnarfarið í landinu?
Sjáið þið ekki hvernig stjórnvöld eru að gera allt sem þau geta til þess að berjast gegn atvinnuleysi?. Þau eru að hækka alla skatta og gjöld svo að daglega bætist í þann hóp sem flýr land. Það eru þegar farnir 9000 manns. Hvernig haldið þið að væri með atvinnuleysið ef þetta fólk hefði ekki létt á atvinnuleysistryggingasjóði með því að fara ? Og straumurinn heldur áfram daglega sem betur fer.
Ég átti tal við einn vin minn sem lét fæturna ráða og fór til Noregs. Skildi konu og börn eftir á Íslandi. Fékk vinnu eins og skot, borgar 25 % í skatt af því að hann á fjölskyldu á Íslandi. Vinnur í 3 vikur eins og hestur og kemur heim í viku. Hann ætlar aldrei að koma heim aftur í djöfuls baslið og vitleysuna.
Steingrímur J og Indriði eru bestu liðsmenn Sjálfstæðisflokksins um þessar mundir. Fylgi hans vex dag frá degi, er farið yfir 40 % í könnun Reykjavík síðdegis. Fyrir hvert ár sem þeir kumpánar sitja við völd fáum við 4-6 ár án vinstristjórnar að því loknu. Bólusetningu eins og við fengum eftir Denna-stjórnirnar fyrir 1990. Það er bara að þrauka og bíða að birti á ný.
En það verður óneitanlega meira að borga fyrir okkur ræflana sem eftir sitjum og komumst ekki í burt vegna hrumleika, kjarkleysis og elli. Ömurlegt ef maður þarf að drepast frá þessu ástandi Fjallkonunnar.
Kannski lifum við þetta bara ekki af að sjá þá kumpána hrökklast frá ?
Athugasemdir