Lúpínan enn

Lúpínan enn „Menn hafa leikið Ísland grátt með taumlausu skógarhöggi fyrst og síðan með því að beita einhverri mest óseðjandi skepnu jarðarinnar,

Fréttir

Lúpínan enn

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson
„Menn hafa leikið Ísland grátt með taumlausu skógarhöggi fyrst og síðan með því að beita einhverri mest óseðjandi skepnu jarðarinnar, sauðkindinni, hömlulaust á viðkvæmt land. Reynslan hefur sýnt að um leið og land er friðað fyrir ágangi sauðfjár og traðki hrossa tekur það við sér og fínleg gróðurþekjan myndast....Þessa fullyrðingu er að finna í afbragðsvel skrifaðri grein Guðmundar Andra Thorssonar í Baugstíðindum í dag. Enn segir Guðmundur:....“að lúpínan útrýmdi á stórum svæðum til að mynda berjalynginu sem gefur okkur berin sem glatt hafa góm íslenskra barna í mörg hundruð ár.“

Ég veit ekki hvort Guðmundur Andri þekkir til á Haukadalsheiði þar sem voru kölluð „Skerslin“. En þar hefur ekki verið beit í  hálfa öld. Þar hélt áfram að fjúka af 2 metra þykkur jarðvegur og eftir var grjótmelur þar sem ekki myndaðist nein fínleg gróðurþekja að marki. Jón bóndi á Laug sem var náttúrugreindur maður taldi að landið myndi gróa upp með tímanum þegar allt væri af því fokið. Ekki gerðum okkur neina grein fyrir þeim tíma sem þetta tæki og ekki sáum við það gerast á þeim 60 árum sem okkar augu hafa séð og muna.

Það var farið að reyna að stinga niður börðin og setja heyrúllur í sárin og virtist það gefa góðan árangur við að stöðva fokið. Síðan fór lúpína að vaxa á grjótinu og nú er þarna víða grænt. Þetta má sjá á www.agbjarn.blog.isÉg hef nú í áratugi stundað berjatínslu þarna neðar í sömu sveit , mest bláber, á  svæði utan í grýttum holtum. Þar eru þykkar lyngbreiður að mosanum sem klæðir svo grjótin. Í næsta nágrenni er lúpína búin að vera í 40 ár  í gróðurlausum flögum og urð. Hún hefur haldið sig þar og síðan hefur sprottið upp birki og víðir. Berjalandið hefur ekki orðið fyrir ágangi lúpínunnar á þessum stað. Enda myndi ég ekki læra mig um slíkt. Mér sýnist lúpínan heldur ekki læra sig neitt um að leggja gróið land undir sig og víða er komið graslendi þar sem lúpínan var einráð áður.

Eigum við ekki að leggja af svona ofsatrú á þetta eða hitt. Þetta getur allt farið saman án þess að umhverfisráðherra eða rithöfundar þurfi að fá harðlífi vegna þessa.

Lúpínan og lyngið  mun lifa okkur öll hvað sem við segjum í dag.

Athugasemdir

08.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst