Málið er einfalt

Málið er einfalt Umræða um tillögu mína til þingsályktunar um að hluti af ákærum á hendur 9-menningunum sk. hefur fengið talsverða umfjöllun í fjölmiðlum.

Fréttir

Málið er einfalt

Björn Valur Gíslason
Björn Valur Gíslason
Umræða um tillögu mína til þingsályktunar um að hluti af ákærum á hendur 9-menningunum sk. hefur fengið talsverða umfjöllun í fjölmiðlum. Stundum er sú umræða jarðbundin og tillagan rædd á þeim nótum sem hún er en stundum er eins og verið sé að ræða um allt  annað og óskylt mál.
Málið er einfalt. Alþingi er sóknaraðili í málinu þar sem 9-menningarnir eru sóttir til saka fyrir brot á fjórum greinum hegningarlaga, 100.gr. – 106.gr. – 107.gr. - 122. – gr. og 231.gr. þeirra laga.
106.gr. og 107.gr. hegningarlaganna snúa að brotum gegn valdsstjórninni og refsingu við því að fara með hótunum um ofbeldi eða með ofbeldi gegn opinberum starfsmanni þegar hann er að gegna skyldustörfum sínu. Ég er ekki að fara fram á að Alþingi sem sóknaraðili í málinu, kalli ákærur byggðar á þessum lagagreinum til baka, langur vegur frá því. Þeir sem hafa slasað fólk með framferði sínu eða beitt aðra ofbeldi verða að standa frami fyrir þeim gerðum sínum og sæta dómi ef sekt þeirra sannast.
Hinar greinarnar snú að því að hafa raskað almannafriði og allsherjarreglu og húsbroti, þ.e. að hafa með einum eða öðrum hætti raskað ró Alþingis á meðan á þingfundi stóð. Það er sá hluti ákæranna sem ég vill að Alþingi taki afstöðu til, enda er Alþingi og þingmönnum málið skylt.
Við skulum hafa í huga það ástand sem ríkti í þjóðfélaginu á þeim tíma sem meint brot áttu sér stað. Íslenskur almenningur hafði verið rændur eigum sínum, allir stærstu bankar landsins urðu gjaldþrota,  fólk varð atvinnulaust þúsundum saman, það var algjör pólitísk upplausn í landinu og landið var stjórnlaust. Í þessu ástandi fylktist fólk út á götur og mótmælti, dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð og hætti ekki fyrr en þáverandi ríkisstjórn fór frá völdum. Það varð bylting á Íslandi, sú fyrsta sinnar tegundar enda full ástæða til. Alþingi sem stofnun brást fólkinu í landinu og því mótmælti almenningur af krafti.
Í þessu ljósi er það fáránlegt að sækja fólk til saka fyrir að hafa valdið truflunum á störfum þingsins í mótmælum sínu. Því mótmæli ég og vil að ákærur vegna þessa verði dregnar til baka. Fólk verður hinsvegar að standa skil á gerðum sínum hafi það farið fram með ofbeldi og valdið meiðslum á fólki. undan því getur enginn vikið sér.
Sjálfstæðismenn hafa hátt út af málinu og segja mig vilja hafa áhrif á dómstóla landsins og spyrja hvort ég treysti þeim ekki. Í ljósi sögunnar er þetta hlægilegur málflutningur. Enginn íslenskur stjórnmálaflokkur hefur haft jafn mikil pólitísk áhrif á dómstóla landsins en sjálfstæðisflokkurinn og ekki eru nema nokkrar vikur frá því fyrrverandi fjármálaráðherra flokksins var dæmdur sekur um að hafa misnotað vald sitt gróflega til að hafa áhrif á dómstóla landsins. Mörg undanfarin ár hafa sjálfstæðismenn margt oft misbeitt valdi sínu til að skipa vini og ættingja flokksforystunnar í dómarastörf á öllum dómstigum. Og nú spyrja þeir hvort íslenskur almenningur treysti ekki dómstólunum!
Ég er ekki að reyna að hafa áhrif á dómstóla landsins ólíkt því sem sjálfstæðismenn hafa gert í gegnum árin. Ég er að reyna að hafa áhríf á Alþingi og framgang málsins af þess hálfu.
Er eitthvað óeðlilegt við það?

Athugasemdir

08.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst