Meira um eldingaveðrið

Meira um eldingaveðrið Eldingaveður það sem gerði í dag verður fyrst og fremst skýrt með því hversu kalt var í háloftunum yfir landinu í dag.  En

Fréttir

Meira um eldingaveðrið

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson


Eldingaveður það sem gerði í dag verður fyrst og fremst skýrt með því hversu kalt var í háloftunum yfir landinu í dag.  En til að finna rót þess hvers vegna uppstreymið og bólstramyndunin átti sér stað þar sem hún varð, en ekki annars staðar þarf að kafa dálítið dýpra.

hirlam_wt_500_2009052612_00_breytt









Ég fór að skoða háloftakort frá því fyrr í dag og það sem hér er sýnd er greining kl. 12 og sýnir vinda í 500 hPa fletinum, en í dag var hæð þessa þrýstiflatar frekar lág eða rétt rúmlega 5200 metrar.  Með öðrum orðum lá háloftalægðardrag yfir landinu.Ég er búinn að bæta inn á kortið með rauðu samhverfuás eftir endilöngu draginu.  Hreyfing loftsins um þennan samhverfuás leiðir til uppstreymis eftir honum þó ekkert annað koma þar til.  Við sjáum líka að hitinn í 500 hPa fletinum nærri ásnum er um -33 til -34°C.  Þetta er sérlega kalt fyrir árstímann og legum ekki þarf yfirborðið að hitna óskaplega mikið til að koma af stað verulegu uppstreymi.  Á venjulegum sólríkum sumardegi þarf oft ekki nema -23°C þarna uppi til þess að hitaskúrir verði, en rakinn í loftinu spilar þarna líka inn í eins og gefur að skilja.   

Ekki hafði þurft að koma á óvart að skúrský hefðu náð að myndast eftir öllum samhverfuásnum norður í land.  En það gerðist ekki norðan heiða, bæði var meira skýjað þar framan af deginum, en meira munar um snjó sem enn er víða yfir, og kemur í veg fyrir að landið nái að sólbakast.  Það átti hins vegar ekki við syðst á ásnum, þ.e. sunnanlands, þar sem sólin tók að verma yfirborðið strax í morgun.  Veghitamæling á Hellisheiði sýnir þetta vel, en þar hefur hitanema verið Hellisheiði, veghiti 26.maí 2009 komið fyrir í vegyfirborðinu.  Hann bregst mjög vel við þegar malbikið tekur á hitna á sólríkum dögum.  Við sjáum að veghitinn rýkur upp frá því að vera um frostmark snemma í morgun í nærri 30°C um sólarhádegi( ca kl. 13). Ef mellt er á myndina stækkar hún.  Eftir það kólnar hratt, vegna úrkomunnar sem þá er sennilega hafin.  Sunnanverður Reykjanesskaginn, hraunin í Þrengslunum og á Hellisheiði svo og sandarnir með Ölfusárósum og við Þorlákshöfn hafa svipaða varma- og geislunareiginleika og malbakið. 

Maður er því ekkert hissa á því að þarna hafi orðið þrumuveður í dag; samhverfuásinn, afar kalt í háloftunum og kröftug sólarupphitunin.  Það er frekar að maður nagi sig í handarbökin yfir því að hafa ekki séð þetta fyrir, eins augljós og myndin er eftir á að hyggja !!

Að neðan  er að lokum mynd úr vefmyndavél Veðurstofunnar frá því kl. 15:48.  Fyrir austan Vífilsfell gefur að líta fagurmyndaðan skúraklakk sem er steðjamyndaður hið efra og útjaðarinn tætingslegur að sjá.  Þessi klakkur gaf haglið og snjókomuna á Hellisheiði og líkast til einnig einhverjar eldingar.  Hin myndir er úr Aqua tungli Terra kl. 14:00.  Þarna horfum við ofan á "sellurnar".  Það var sú vestasta sem þarna sést, yfir Selvogi og þar um slóðir, sem útleysti kröftugasta eldingaveðrið rúmlega klukkustund síðar, en þá hafði hún borist lítið eit norðar og austar miðað við veðursatsjánna 

 

M1600

Aqua_26.maí kl. 14:00

 


 

 

Athugasemdir

10.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst