Mismunandi áskrift Alþingis af blöðum

Mismunandi áskrift Alþingis af blöðum Samkvæmt starfskjörum þingmanna, greiðir Alþingi áskrift af dagblöðum fyrir þingmenn. Alþingi greiddi sömuleiðis

Fréttir

Mismunandi áskrift Alþingis af blöðum

Björn Valur Gíslason
Björn Valur Gíslason
Samkvæmt starfskjörum þingmanna, greiðir Alþingi áskrift af dagblöðum fyrir þingmenn. Alþingi greiddi sömuleiðis áskrift fyrir þingmenn af þrem landsmálablöðum í kjördæmi þingmanna þar til í vor þegar því var hætt í sparnaðarskyni. Þingmenn geta eftir sem áður nýtt áskrift af landsmálablöðum upp í starfskostnað sinn, þ.e. til frádráttar á skatti á greiddum starfskostnaðiEftir stendur áskrift að þingmenn fá enn áskrift af dagblöðum sér að kostnaðarlausu. Það er bara eitt dagblað gefið út á Íslandi. Það heitir Morgunblaðið. Hversvegan ætti Alþingi að greiða áskrift þingmanna af Morgunblaðinu en ekki öðrum blöðum? Hversvegna eiga þingmenn ekki að greiða sína eigin áskrift vilji þeir á annað borð fá Morgunblaðið til sín? Rétt eins og gert er með héraðsfréttablöðin?
Kannski ætti maður að gera eitthvað í málinu?

Athugasemdir

09.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst