Nallinn í sjónvarpssal 1. maí 1991

Nallinn í sjónvarpssal 1. maí 1991 Í tilefni 1. maí þá leitaði ég að laginu International eða Nallanum eins og hann var og er vanalega kallaður en heitir

Fréttir

Nallinn í sjónvarpssal 1. maí 1991

Í tilefni 1. maí þá leitaði ég að laginu International eða Nallanum eins og hann var og er vanalega kallaður en heitir víst á okkar ylhýra "Fram þjáðir menn í þúsund löndum" á youtube og þetta er það eina sem ég fann.

Þetta er nú eina útgáfan sem ég fann með íslenskri Lúðrasveit. En þetta var tekið upp í sjónvarpssal árið 1991 og Lúðrasveit Verkalýðsins spilar undir. 

Eitthvað finnst mér persónulega og prívat (ath. þetta endurspeglar alls ekki mat þjóðarinnar svo ég viti til á nokkurn hátt) að þrek, þor og baráttuandi verkalýðsins hafi dalað dulítið á síðustu árum enda eru svoleiðis baráttumál löngu hætt að vera í tísku nema hjá örfáum andans og baráttu mönnum og konum sem líklega eru bara alveg að gefast upp á þessu öllu saman. Verkamenn og konur væntanlega löngu hætt að vera þjáð í þessum þúsund löndum. Svo eru flest allir komnir með Visa, Mastercard og fleiri og fleiri kort og lánalínur sem gera það að verkum að verkalýðurinn þarf alls ekkert að vera að braza við þessa launabaráttu undir annars styrkri stjórn forystu Verkalýðshreyfingarinnar.

En fyrir verkalýðinn set ég þetta líka ljómandi fína lag inn og óska þeim innilega til hamingju með daginn. 


 


Athugasemdir

02.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst