Nokkur orð um húsin í bænum
Það er ekki alveg að ástæðulausu
sem ofanritað rifjast upp núna, því hugmyndir eru uppi um að byggja 14
íbúðir á gamla malarvellinum við Túngötu.
Sjá nánar á slóðinni http://www.sksiglo.is/is/news/vill_reisa_14_hus_a_fotboltavelli/
Á Siglufirði voru skráðar 32
eignir á fasteignir.is þegar ég skoðaði hann á dögunum, en hann er
sameiginlegur vefur starfandi fasteignasala. Þessi tala þýðir að til
sölu eru u.þ.b. 25 eignir á hverja 1000 íbúa, en þar af eru reyndar ekki
nema 7 íbúðir sem myndu teljast til tiltölulega lítilla eigna.
Í Reykjavík eru skráðar
4451 eignir á sama vef sem eru því um 42 eignir á hverja 1000 íbúa en
það telst vera gríðarlegt offramboð. En þess utan skal á það bent að mun
algengara er þar en á Siglufirði að sama eign sé skráð á fleiri en
einni fasteignasölu og eru því skráningarnar mun fleiri en eignirnar. Ég
gerði (að vísu) svolítið ófaglega talningu á nokkrum síðum vefsins og
samkvæmt henni væri sennilega nær að ætla að talan gæti verið á bilinu
35-37 eignir á hverja 1000 íbúa.
Ég kannaði nokkra staði til
viðbótar sem eiga það sameiginlegt að ekki á að vera um offramboð af
húseignum að ræða nema e.t.v. á Akureyri. Upplýsingar um skráðar
eignir eru fengnar hjá fasteignir.is en íbúatölur frá Hagstofu Íslands.
Dalvík 17 eignir á 1000 íbúa.
Blönduós 14 eignir á 1000 íbúa.
Ólafsfjörður 31 eign á hverja 1000
íbúa.
Akureyri - 48 eignir á hverja 1000
íbúa.
Seyðisfjörður - 16 eignir á hverja
1000 íbúa
Bolungarvík - 26 eignir á hverja
1000 íbúa.
Það er því hægt að leiða að því
nokkur rök að ástæða sé til að finna fyrir svolitlum fiðring í tánum
þegar farið er að tala um nýbyggingar á Siglufirði. Auðvitað þarf að
byggja hús þar sem fólk ætlar sér að búa, en ég vona bara að það fái
ekki of margir of mikið og stórfenglegt bjartsýniskast á sama tíma.
En ég vil taka það fram að
það er síður en svo skoðun mín að ekki eigi að byggja hús á Siglufirði.
Ég held bara að minna í senn en kannski oftar, sé gæfulegri leið að
markinu, en svo má ekki gleyma gömlu húsunum. Ég get ekki stillt mig um
að bæta við nokkrum myndum hér að neðan af húsum sem hljóta að teljast
vera orðin alveg ómissandi í bæjarmyndinni í dag, þrátt fyrir að margt
misjafn hafi verið um þau sagt á árum áður og jafnvel talað um að best
væri að fara með jarðýtuna á þessi ónýtu hróatildur. En mörg þeirra sem
áður voru vissulega til lýta hafa komist í góðar hendur og endurheimt
reisn sína og þokka. Rétt er að rifja það upp í leiðinni að þrjú efstu
húsin fengust gefins gegn því að útlit þeirra yrði betri vegar.
Svo má líka spyrja sig að
því hvort ekki sé að finna á myndununm hér að ofan húsagerðir sem myndu
falla betur að byggðinni í kring um gamla fótboltavöllinn en áform eru
uppi um.
Dæmi nú hver fyrir sig.
Athugasemdir