Nú rignir drjúgt í Grundarfirði

Nú rignir drjúgt í Grundarfirði Milt og rakt loft er yfir landinu þennan föstudaginn og leysingin er drjúg.  Fyrir vestan land kúra hægfara kuldaskil

Fréttir

Nú rignir drjúgt í Grundarfirði

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Milt og rakt loft er yfir landinu þennan föstudaginn og leysingin er drjúg.  Fyrir vestan land kúra hægfara kuldaskil sem þó þokast í átttina til landsins.  Frá þessu öllu rignir, en hvergi þó meira en á Snæfellsnesi, við innanverðan Breiðafjörð og á sunnanverðum Vestfjörðum.

Í Grundarfirði byrjaði úrhellið að ráði um kl. 6 í morgun og síðan þá (til hádegis) hefur hellirignt í orðsins fyllstu merkingu.  Ekki oft  sér maður úrkomuákefðina fara yfir 10 mm/klst og enn sjaldnar í einhvern tíma að ráði.  En í Grundarfirði hefur ákefðin verið þetta 13-14 mm/klst í allan morgunn og lætur nærri að uppundir 70 mm hafi mælst á um 6 tímum.  Og það sem meira er, það lítur ekki út fyrir að það fari að stytta upp fyrr en í nótt.  Er erfitt á ég að trú því að þetta mikil ákefð haldist alveg fram á kvöldið.

Spákortið af Brunni VÍ og gildir kl. 12 í dag sýnir þessa stöðu nokkuð glöggt http://esv.blog.is/users/da/esv/img/picture_32_967255.png

hirlam_urkoma_2010030506_06.gif 


Athugasemdir

09.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst