Nú rignir drjúgt í Grundarfirði
Í Grundarfirði byrjaði úrhellið að ráði um kl. 6 í morgun og síðan þá (til hádegis) hefur hellirignt í orðsins fyllstu merkingu. Ekki oft sér maður úrkomuákefðina fara yfir 10 mm/klst og enn sjaldnar í einhvern tíma að ráði. En í Grundarfirði hefur ákefðin verið þetta 13-14 mm/klst í allan morgunn og lætur nærri að uppundir 70 mm hafi mælst á um 6 tímum. Og það sem meira er, það lítur ekki út fyrir að það fari að stytta upp fyrr en í nótt. Er erfitt á ég að trú því að þetta mikil ákefð haldist alveg fram á kvöldið.
Spákortið af Brunni VÍ og gildir kl. 12 í dag sýnir þessa stöðu nokkuð glöggt
Athugasemdir