Ný viðmið

Ný viðmið Í síðustu viku opnaði nýr veitingastaður hér á Siglufirði, Hannes Boy Café, og má með sanni segja að henni setji ný viðmið fyrir okkur

Fréttir

Ný viðmið

Þórarinn Hannesson
Þórarinn Hannesson
Í síðustu viku opnaði nýr veitingastaður hér á Siglufirði, Hannes Boy Café, og má með sanni segja að henni setji ný viðmið fyrir okkur Siglfirðinga og þó víðar væri leitaðÞað er fyrirtækið Rauðka sem er að byggja hér upp mjög öfluga starfsemi í ferðaþjónustu sem hefur byggt upp þennan stað og er hann hinn glæsilegasti í alla staði.  Frábært umhverfi og innréttingar og andrúmsloft með eindæmum aðlaðandi.  Það verður gaman að bjóða gestum í mat á þennan stað.  Opnun þessa staðar og allt annað sem er í gangi hjá Rauðku mun hjálpa mjög við að byggja Siglufjörð upp sem enn meiri ferðamannastað en hann er nú þegar og gefa ferðamönnum enn meira tilefni til að staldra hér við þegar þeir keyra í gegnum Héðinsfjarðargöngin.

Athugasemdir

08.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst