Ofbeldi og átök

Ofbeldi og átök Hvernig í ósköpunum getur ofbeldi og átök hjálpað til í stórhættulegu ástandi sem Íslenska þjóðin stendur frammi fyrir?  Hverju er þessi

Fréttir

Ofbeldi og átök

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson
Hvernig í ósköpunum getur ofbeldi og átök hjálpað til í stórhættulegu ástandi sem Íslenska þjóðin stendur frammi fyrir?  Hverju er þessi ofbeldismenn að mótmæla?  Ástandinu?  Er það að mótmæla kreppunni sem nú herjar á heimsbyggðina, eða bara þeim hluta sem snýr að Íslandi?  Eða er verið að mótmæla afleiðingum kreppunnar?

Það má líkja ástandinu á Íslandi við stríðsátök þar sem barist er fyrir framtíð ríkisins.  Aldrei hefur þjóðin þurft jafn mikið á samstöðu að halda og nú.  Svona mótmæli eru ekki til þess fallin að hjálpa til við þau gríðarlega mikilvægu verkefni sem landsstjórnin stendur frammi fyrir að leysa.  Ég hef áhyggjur af samningum okkar við IMF og afstöðu Breta og Hollendinga til þeirrar líflínu sem við þurfum frá alþjóðasamfélaginu.  Koma krónunni á flot og styrkja hana til að lækka verðbólgu þangað til önnur ráð gefast.  Það er ekkert val um þá hluti í dag og þó við viljum taka upp evru þá þurfum við krónuna í millitíðinni.  Staða Íslendinga stendur og fellur með því að þetta takist og stjórnvöld eru að reyna allt sem í þeirra valdi stendur til að svo megi verða.Það verður nægur tími til uppgjörs.  Við lifum í lýðræðisríki þar sem borgarar hafa kosningarétt og þeir geta gert það sem þeim hugnast í næstu kosningum.  Þangað til munu hlutirnir skýrast og auðveldara verður fyrir fólk að gera það upp við sig hverjum eða hverju er um að kenna.  Hvort fólk vilji hafa núverandi stjórnmálaflokka við völd eða ekki.  En nú þurfum við að standa saman sem aldrei fyrr.  Nota hvern skjöld og hvert sverð fyrir sameiginlegri baráttu okkar Íslendinga.  Ekki að sundra þjóðinni með ofbeldi og átökum.


Athugasemdir

10.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst